Veiðir einhver með Devon í dag? Karl Lúðvíksson skrifar 25. mars 2014 17:34 Sú var tíð að Devon fannst í öllum veiðitöskum Þrátt fyrir að fluga, maðkur og spúnn séu þau veiðarfæri sem þekktust eru í dag þá var nú einu sinni sú tíð að menn brúkuðu lítið trésíli sem kallaðist Devon. Þegar ég var smágutti fékk ég að gramsa nokkurn veginn að vild í veiðidótinu hans Karls afa míns og þar man ég eftir því að hafa séð Devon. Sá var með grænu baki, gulum búk og átti víst að vera sérstaklega góður í lax. Ég man ekki eftir því að afi hafi nokkurn tíman notað hann enda veiddi hann eingöngu á flugu þau ár sem ég fékk að fara með honum í veiði en það voru samt nokkrir af hans veiðifélögum sem voru stundum að nota þetta. Þegar ég komst til vits og ára og fór að fara í mína fyrstu laxveiðitúra með mínum veiðifélögum voru keyptir nokkrir Devonar til að hafa með. Þá vorum við að fara í Stóru Laxá og þá mátti nota þar flugu, spún og maðk eða Devon og það mátti alltaf sjá nokkra laxa bókaða í veiðibókina á Devon. Ég prófaði hann nokkrum sinnum bæði þar og í öðrum ám en fékk aldrei lax á þetta. Svo gerist það eitt árið þegar ég er að veiða í Soginu að einn af veiðifélögum mínum ákveður að taka nokkur köst með Devon í Sakkarhólma eftir nokkrar yfirferðir með flugu án þess að verða var. Okkur hafði verið kennt að þverkasta vel og láta hann reka þvert á hylinn, ekki draga hann mikið upp í strauminn nema þegar það var verið að ná honum inn. Viti menn, eftir nokkur köst setur hann í lax sem tók Devoninn í yfirborðinu með látum. Laxinn trylltist í hylnum og hefur líklega gert frekari veiði erfiða þar sem hann stökk og tók rokur stanslaust í 30 mínútur án þess að það drægi mikið af honum. Við sáum að þetta var engin stórlax en vænn var hann þó svo minn veiðifélagi ákveður að taka bara hraustlega á honum og ná honum í land. Það hafðist að lokum og í valinn féll 12 punda hængur, lúsugur og flottur. Devoninn sat í neðri skolti rétt aftan við nýmyndaðan krókinn og alveg pikkfastur. Þetta er eini laxinn sem ég hef séð taka Devon og þrátt fyrir nokkrar tilraunir eftir þetta reysti ég ekki einu sinni fisk með þessu tóli. Trúin á hann dvínaði þar með og ég held að ég eigi einn grænan með gulum kvið sem er ennþá í veiðitöskunni lítið notaður. Það má svo sem eiginlega hvergi nota þá í dag en þó það mætti efast ég stórlega um að hann fái nokkurn tímann séns í vatni aftur. Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði
Þrátt fyrir að fluga, maðkur og spúnn séu þau veiðarfæri sem þekktust eru í dag þá var nú einu sinni sú tíð að menn brúkuðu lítið trésíli sem kallaðist Devon. Þegar ég var smágutti fékk ég að gramsa nokkurn veginn að vild í veiðidótinu hans Karls afa míns og þar man ég eftir því að hafa séð Devon. Sá var með grænu baki, gulum búk og átti víst að vera sérstaklega góður í lax. Ég man ekki eftir því að afi hafi nokkurn tíman notað hann enda veiddi hann eingöngu á flugu þau ár sem ég fékk að fara með honum í veiði en það voru samt nokkrir af hans veiðifélögum sem voru stundum að nota þetta. Þegar ég komst til vits og ára og fór að fara í mína fyrstu laxveiðitúra með mínum veiðifélögum voru keyptir nokkrir Devonar til að hafa með. Þá vorum við að fara í Stóru Laxá og þá mátti nota þar flugu, spún og maðk eða Devon og það mátti alltaf sjá nokkra laxa bókaða í veiðibókina á Devon. Ég prófaði hann nokkrum sinnum bæði þar og í öðrum ám en fékk aldrei lax á þetta. Svo gerist það eitt árið þegar ég er að veiða í Soginu að einn af veiðifélögum mínum ákveður að taka nokkur köst með Devon í Sakkarhólma eftir nokkrar yfirferðir með flugu án þess að verða var. Okkur hafði verið kennt að þverkasta vel og láta hann reka þvert á hylinn, ekki draga hann mikið upp í strauminn nema þegar það var verið að ná honum inn. Viti menn, eftir nokkur köst setur hann í lax sem tók Devoninn í yfirborðinu með látum. Laxinn trylltist í hylnum og hefur líklega gert frekari veiði erfiða þar sem hann stökk og tók rokur stanslaust í 30 mínútur án þess að það drægi mikið af honum. Við sáum að þetta var engin stórlax en vænn var hann þó svo minn veiðifélagi ákveður að taka bara hraustlega á honum og ná honum í land. Það hafðist að lokum og í valinn féll 12 punda hængur, lúsugur og flottur. Devoninn sat í neðri skolti rétt aftan við nýmyndaðan krókinn og alveg pikkfastur. Þetta er eini laxinn sem ég hef séð taka Devon og þrátt fyrir nokkrar tilraunir eftir þetta reysti ég ekki einu sinni fisk með þessu tóli. Trúin á hann dvínaði þar með og ég held að ég eigi einn grænan með gulum kvið sem er ennþá í veiðitöskunni lítið notaður. Það má svo sem eiginlega hvergi nota þá í dag en þó það mætti efast ég stórlega um að hann fái nokkurn tímann séns í vatni aftur.
Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði