Freyr: Liðsandinn var góður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. mars 2014 17:30 Freyr og leikmenn landsliðsins fagna á Algarve. Mynd/KSÍ Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var ánægður með fjölmargt sem íslenska landsliðið vann með á æfingamótinu í Algarve fyrr í vetur. Stelpurnar okkar náðu frábærum árangri á mótinu og unnu til bronsverðlauna. Þær unnu þrjá sigra gegn sterkum liðum Noregs, Svíþjóðar og Kína. Freyr tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leiki Íslands gegn Ísrael og Möltu í næsta mánuði en þeir eru í undankeppni HM 2015. Hann nýtti tækifærið til að gera upp ferðina til Algarve. Hann benti á að 21 af þeim 23 leikmönnum sem fóru með í ferðina hafi verið í byrjunarliði Íslands í minnst einum leik og að enginn hafi spilað alla leiki Íslands. „Þar af leiðandi fóru allir leikmenn heilir heilsu aftur til sinna félagsliða sem flest eru á fullu á sínu undirbúningstímabili. Það er mikilvægt - ekki síst fyrir landsliðið þegar fram í sækir,“ sagði Freyr á fundinum í dag. Hann lagði áherslu á að vinna í föstum leikatriðum og taldi mikilvægt að lið eins og Ísland væri sterkt í þeim þætti leiksins. Þá sagði hann mikilvægt að allir leikmenn væru með skýrt hlutverk og að eftir þeim væri farið. Freyr sagði að eitt það fyrsta sem hann hefði tekið fyrir hjá landsliðinu væri öflugur og góður varnarleikur. „Ég tel mikilvægt að lið geti almennt spilað fleiri en eitt varnarafbrigði - að Ísland geti til dæmis bæði beitt „lágpressu“ og „hápressu“ í sínum varnarleik,“ sagði Freyr. „Hvað sóknarleikinn varðar taldi ég mikilvægt að við værum fær um að stjórna hraða leiksins og héldum boltanum betur. Við getum enn bætt okkur talsvert í þeim þáttum.“ Hann lagði einnig ríka áherslu á að auka leikgleðina og að liðið ynni saman sem ein heild. „Mér fannst mjög góð holning á liðinu í Portúgal og leikmenn fundu fyrir því.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Öflugur hópinn valinn | Sif enn meidd Freyr Alexandersson tilkynnti í dag hvaða 20 leikmenn væru í leikmannahópi Íslands fyrir leiki liðsins gegn Ísrael og Möltu í undankeppni HM 2015. 25. mars 2014 13:50 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var ánægður með fjölmargt sem íslenska landsliðið vann með á æfingamótinu í Algarve fyrr í vetur. Stelpurnar okkar náðu frábærum árangri á mótinu og unnu til bronsverðlauna. Þær unnu þrjá sigra gegn sterkum liðum Noregs, Svíþjóðar og Kína. Freyr tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leiki Íslands gegn Ísrael og Möltu í næsta mánuði en þeir eru í undankeppni HM 2015. Hann nýtti tækifærið til að gera upp ferðina til Algarve. Hann benti á að 21 af þeim 23 leikmönnum sem fóru með í ferðina hafi verið í byrjunarliði Íslands í minnst einum leik og að enginn hafi spilað alla leiki Íslands. „Þar af leiðandi fóru allir leikmenn heilir heilsu aftur til sinna félagsliða sem flest eru á fullu á sínu undirbúningstímabili. Það er mikilvægt - ekki síst fyrir landsliðið þegar fram í sækir,“ sagði Freyr á fundinum í dag. Hann lagði áherslu á að vinna í föstum leikatriðum og taldi mikilvægt að lið eins og Ísland væri sterkt í þeim þætti leiksins. Þá sagði hann mikilvægt að allir leikmenn væru með skýrt hlutverk og að eftir þeim væri farið. Freyr sagði að eitt það fyrsta sem hann hefði tekið fyrir hjá landsliðinu væri öflugur og góður varnarleikur. „Ég tel mikilvægt að lið geti almennt spilað fleiri en eitt varnarafbrigði - að Ísland geti til dæmis bæði beitt „lágpressu“ og „hápressu“ í sínum varnarleik,“ sagði Freyr. „Hvað sóknarleikinn varðar taldi ég mikilvægt að við værum fær um að stjórna hraða leiksins og héldum boltanum betur. Við getum enn bætt okkur talsvert í þeim þáttum.“ Hann lagði einnig ríka áherslu á að auka leikgleðina og að liðið ynni saman sem ein heild. „Mér fannst mjög góð holning á liðinu í Portúgal og leikmenn fundu fyrir því.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Öflugur hópinn valinn | Sif enn meidd Freyr Alexandersson tilkynnti í dag hvaða 20 leikmenn væru í leikmannahópi Íslands fyrir leiki liðsins gegn Ísrael og Möltu í undankeppni HM 2015. 25. mars 2014 13:50 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Öflugur hópinn valinn | Sif enn meidd Freyr Alexandersson tilkynnti í dag hvaða 20 leikmenn væru í leikmannahópi Íslands fyrir leiki liðsins gegn Ísrael og Möltu í undankeppni HM 2015. 25. mars 2014 13:50