Risastökk og tvö "backflip“ Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2014 13:10 Ökumaður þessa „Monster“-jeppa hefur greinilega gaman af að skemmta áhorfendum en það gerði hann örugglega í Monster Jam Freestyle keppni sem haldin var í Las Vegas um helgina. Hann byrjar á einu hæsta stökki sem sést hefur á slíkum bílum, en það er bara byrjunin á ógnarakstri hans. Eftirá sagði ökumaður jeppans að hann hafi einfaldlega ekið eins og vitleysingur og látið allt vaða. Meðal annars fer hann tvö heljarstökk afturábak með því að aka að brattri hindrun og gefa í. Við það snýst bíllinn í heilhring og endar á hjólunum. Virkilega vel gert og sjaldséð. Ökuferðin endar reyndar ekki vel, eða á hvolfi og gat vart endað öðruvísi. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent
Ökumaður þessa „Monster“-jeppa hefur greinilega gaman af að skemmta áhorfendum en það gerði hann örugglega í Monster Jam Freestyle keppni sem haldin var í Las Vegas um helgina. Hann byrjar á einu hæsta stökki sem sést hefur á slíkum bílum, en það er bara byrjunin á ógnarakstri hans. Eftirá sagði ökumaður jeppans að hann hafi einfaldlega ekið eins og vitleysingur og látið allt vaða. Meðal annars fer hann tvö heljarstökk afturábak með því að aka að brattri hindrun og gefa í. Við það snýst bíllinn í heilhring og endar á hjólunum. Virkilega vel gert og sjaldséð. Ökuferðin endar reyndar ekki vel, eða á hvolfi og gat vart endað öðruvísi.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent