Handbolti

Forseti Kielce: Við munum verja okkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Kielce fagna.
Leikmenn Kielce fagna. Vísir/Getty
Ekkert virðist marka meinta afsökunarbeiðni sem forráðamönnum Rhein-Neckar Löwen á að hafa borist eftir leik liðsins gegn Kielce um helgina.

Handknattleikssamband Evrópu hefur nú hafið rannsókn á atvikum sem áttu sér stað eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu um helgina. Eins og greint hefur verið frá mun Talant Dujshebaev, þjálfari Kielce, kýlt Guðmund Guðmundsson, þjálfara Löwen, fyrir neðan beltisstað eftir leikinn og bar hann svo þungum sökum á blaðamannafundi stuttu síðar.

„Ef að Löwen vill aðhafast eitthvað í þessu máli munum við verja okkur,“ sagði Hollendingurinn Bertus Servaas við Mannheimer Morgen í dag en hann er forseti Kielce.

Í gær greindi Thorsten Storm, framkvæmdarstjóri Löwen, frá því að Servaas hefði beðið hann afsökunar á framferði þjálfara síns strax eftir umræddan blaðamannafund. En svo virðist sem að hann hafi dregið í land með afstöðu sína.

„Þeir [hjá Löwen] ættu fyrst og fremst að huga að sínum eigin þjálfara. Ég hef lært eitt á mínum starfsferli - þegar tveir rífast er sjaldan aðeins einn sekur.“

„Ég veit ekki hvað gerðist nákvæmlega. Það gekk eitthvað á en ég varð ekki vitni að neinum slagsmálum.“


Tengdar fréttir

Rannsókn hafin á Dujshebaev

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, staðfestir á heimasíðu sinni í dag að dómstóll sambandsins muni taka mál Talant Dujshebaev fyrir.

Forseti Kielce baðst afsökunar

Framkvæmdarstjóri Rhein-Neckar Löwen staðfestir í dag að félagið hafi kært framkomu Talant Dujshebaev, þjálfara pólska liðsins Kielce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×