Hvernig má sleppa lifandi úr þessu? Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2014 09:50 Ótrúlegt að sleppa án skrámu úr þessu. S-afríski knattspyrnumaðurinn Rooi Mahamutsa virðist fæddur undir heillastjörnu, en hann slapp úr þessu óhappi um daginn án nokkurrar skrámu. Hann var á ferð í rigningu á BMW bíl sínum og missti stjórn á honum með ekki betri afleiðingum en þessum. Vegrið stingst gegnum allan bílinn og þræðir hann upp eins og ost á kokteilpinna. Hafa skal í huga að í S-Afríku er stýrið hægra megin í bílum eins og í Englandi og ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum væri það vinstra megin. Hinn "listræni stjórnandi" bílsins virðist því búa í réttu landi. Hætt er við því að það taki því ekki að gera við BMW-bíl knattspyrnumannsins, svo illa er hann leikinn. Ef til vill ekur hann hægar næst í rigningu, en það sést glögglega á myndunum að bíll hans hefur þurft að vera á miklum hraða til að búa til þessa kokteilpinnaþræðingu!Mögnuð sjón.Forviða áhorfendur. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent
S-afríski knattspyrnumaðurinn Rooi Mahamutsa virðist fæddur undir heillastjörnu, en hann slapp úr þessu óhappi um daginn án nokkurrar skrámu. Hann var á ferð í rigningu á BMW bíl sínum og missti stjórn á honum með ekki betri afleiðingum en þessum. Vegrið stingst gegnum allan bílinn og þræðir hann upp eins og ost á kokteilpinna. Hafa skal í huga að í S-Afríku er stýrið hægra megin í bílum eins og í Englandi og ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum væri það vinstra megin. Hinn "listræni stjórnandi" bílsins virðist því búa í réttu landi. Hætt er við því að það taki því ekki að gera við BMW-bíl knattspyrnumannsins, svo illa er hann leikinn. Ef til vill ekur hann hægar næst í rigningu, en það sést glögglega á myndunum að bíll hans hefur þurft að vera á miklum hraða til að búa til þessa kokteilpinnaþræðingu!Mögnuð sjón.Forviða áhorfendur.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent