Handbolti

Róbert skoraði þrjú mörk í tapi í Slóveníu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Róbert Gunnarsson skoraði fimm mörk.
Róbert Gunnarsson skoraði fimm mörk. Vísir/Getty
Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, landsliðsmenn í handbolta, og félagar þeirra í stórliðinu París Handball, töpuðu fyrir RK Gorenje Velenje, 30-28, í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta á útivelli í kvöld.

Heimamenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13, en gestirnir frá Frakklandi minnkuðu muninn í tvö mörk áður en yfir lauk og þurfa vinna með þremur á heimavelli til að komast áfram.

Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Parísarliðið en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað. Svartfellingurinn FahrudinMelic var markahæstur hjá París Handball með sjö mörk.

Slóvenska liðið Gorenje Velenje endaði í þriðja sæti D-riðils með átta stig en það vann fjóra leiki og tapaði sex. Það komst í 16 liða úrslitin ásamt Hamburg, Flensburg og Álaborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×