Himneskir sjávarréttir að hætti Arnars Ellý Ármanns skrifar 21. mars 2014 14:30 Sjávarfangið sem Arnar matreiddi var frá Alaska og Florida. myndir/Ármann E. Jónsson „Þetta var skemmtilegt og krefjandi verkefni að para saman þrjá mismunandi íslenska bjóra og sjávarfang frá Bandaríkjunum,“ segir Arnar Þór Reynisson matreiðslumaður Bandaríska sendiráðsins á Íslandi í boði sem fram fór í vikunni þar sem lögð var áhersla á að styrkja viðskiptatengslin milli Florida og Íslands þegar kemur að vörum og ferðaþjónustu. „Í forrétt var boðið upp á appelsínu- og kóríanderlegna risahörpuskel ásamt hvítlaukssmjör-steiktum krabbaklóm. Þessi réttur paraðist mjög vel með Einstök White Ale,“ útskýrir Arnar á meðan hann sýnir ljósmyndara Lífsins krabbaklærnar en Einstök White Ale passar vel með humri, ljósu fuglakjöti, salati, austurlenskum mat og léttum fiskréttum. Hér undirbýr Arnar sverðfiskinn á einfaldan máta með salti, pipar og lime.„Fyrri fiskréttur kvöldsins var sverðfiskur, ofnbakaður með lime, salt og pipar. Sverðfiskurinn var síðan borinn fram með salati, hindberja- sítrónudressingu, ristuðum möndlum, hægbökuðum plómutómötum og dill-olíu. Með þessum rétt bárum við fram Einstök Pale Ale,“ segir matreiðslumaðurinn á meðan hann kryddar sverðfiskinn með salti og pipar áður en hann skellti honum í ofninn. Einstök Pale Ale er vel gerður Pale Ale á ameríska vísu sem gerir hann ferskari og aðgengilegri . Í bragði má finna sítrus, malt, karamellu og höfugt humlabragð. Einstök Pale Ale passar vel með grilluðum mat, bragðmiklum fiskréttum og lambakjöti. Girnilega framreidd hörpuskelin hans Arnars vakti mikla lukku.Hér er mynd af appelsínu- og kóríanderlegnu risahörpuskelinni sem smakkaðist vel með Einstök White Ale sem er eftirágerjaður fölgullin hveitibjór. Léttur og skýjaður bjór með góðri froðu. Í bragði er blómlegur keimur með tóna af sítrónum, appelsínuberki, jurtum, brauðdeigi ásamt kóríander. Ferskur bjór með góðri fyllingu og langt eftirbragð. „Seinni fiskrétturinn var grilluð túnfisksteik með bjór gljáa, byggottó, aspas, shiitake sveppum, blaðlauksstrimlum og hunangshnetum.“„Með túnfisknum bárum við Einstök Toasted Porter sem paraðist virkilega vel með þessum rétti.“ Einstök Toasted Porter er dökkur að lit eins og olía. Hann ilmar af reyk, malti, dökku súkkulaði, vanilu og hnetum. Mikill og margslunginn bjór með löngu eftirbragði. Hér steikir hann shiitake sveppina sem bornir voru fram með túnfisknum sem sjá má hér að ofan.Arnar eldaði gómsæta sjávarrétti frá Bandaríkjunum með tilliti til íslenska bjórsins sem er vinsæll vestan hafs.„Í eftirrétt var svo ljúf, volg súkkulaði Mouleux með toffee fyllingu og berjum. Þar var upplagt að halda áfram að njóta Toasted Porter þar sem bragðið tónaði áfram,“ segir Arnar. Einstök Toasted Porter parast einstaklega vel með nautakjöti, lambaskönkum, bragðmiklum pottréttum og súkkalaðikökum. Matur Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Þetta var skemmtilegt og krefjandi verkefni að para saman þrjá mismunandi íslenska bjóra og sjávarfang frá Bandaríkjunum,“ segir Arnar Þór Reynisson matreiðslumaður Bandaríska sendiráðsins á Íslandi í boði sem fram fór í vikunni þar sem lögð var áhersla á að styrkja viðskiptatengslin milli Florida og Íslands þegar kemur að vörum og ferðaþjónustu. „Í forrétt var boðið upp á appelsínu- og kóríanderlegna risahörpuskel ásamt hvítlaukssmjör-steiktum krabbaklóm. Þessi réttur paraðist mjög vel með Einstök White Ale,“ útskýrir Arnar á meðan hann sýnir ljósmyndara Lífsins krabbaklærnar en Einstök White Ale passar vel með humri, ljósu fuglakjöti, salati, austurlenskum mat og léttum fiskréttum. Hér undirbýr Arnar sverðfiskinn á einfaldan máta með salti, pipar og lime.„Fyrri fiskréttur kvöldsins var sverðfiskur, ofnbakaður með lime, salt og pipar. Sverðfiskurinn var síðan borinn fram með salati, hindberja- sítrónudressingu, ristuðum möndlum, hægbökuðum plómutómötum og dill-olíu. Með þessum rétt bárum við fram Einstök Pale Ale,“ segir matreiðslumaðurinn á meðan hann kryddar sverðfiskinn með salti og pipar áður en hann skellti honum í ofninn. Einstök Pale Ale er vel gerður Pale Ale á ameríska vísu sem gerir hann ferskari og aðgengilegri . Í bragði má finna sítrus, malt, karamellu og höfugt humlabragð. Einstök Pale Ale passar vel með grilluðum mat, bragðmiklum fiskréttum og lambakjöti. Girnilega framreidd hörpuskelin hans Arnars vakti mikla lukku.Hér er mynd af appelsínu- og kóríanderlegnu risahörpuskelinni sem smakkaðist vel með Einstök White Ale sem er eftirágerjaður fölgullin hveitibjór. Léttur og skýjaður bjór með góðri froðu. Í bragði er blómlegur keimur með tóna af sítrónum, appelsínuberki, jurtum, brauðdeigi ásamt kóríander. Ferskur bjór með góðri fyllingu og langt eftirbragð. „Seinni fiskrétturinn var grilluð túnfisksteik með bjór gljáa, byggottó, aspas, shiitake sveppum, blaðlauksstrimlum og hunangshnetum.“„Með túnfisknum bárum við Einstök Toasted Porter sem paraðist virkilega vel með þessum rétti.“ Einstök Toasted Porter er dökkur að lit eins og olía. Hann ilmar af reyk, malti, dökku súkkulaði, vanilu og hnetum. Mikill og margslunginn bjór með löngu eftirbragði. Hér steikir hann shiitake sveppina sem bornir voru fram með túnfisknum sem sjá má hér að ofan.Arnar eldaði gómsæta sjávarrétti frá Bandaríkjunum með tilliti til íslenska bjórsins sem er vinsæll vestan hafs.„Í eftirrétt var svo ljúf, volg súkkulaði Mouleux með toffee fyllingu og berjum. Þar var upplagt að halda áfram að njóta Toasted Porter þar sem bragðið tónaði áfram,“ segir Arnar. Einstök Toasted Porter parast einstaklega vel með nautakjöti, lambaskönkum, bragðmiklum pottréttum og súkkalaðikökum.
Matur Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp