Handbolti

Kiel fer heim með þriggja marka forystu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur í baráttunni í Ungverjalandi í kvöld.
Guðjón Valur í baráttunni í Ungverjalandi í kvöld. Vísir/AFP
Kiel stendur ágætlega að vígi fyrir síðari leikinn gegn úkraínska liðinu Motor Zaporozhye í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Kiel vann leik liðanna í dag, 31-28, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Þetta var heimaleikur Motor en hann fór fram í Ungverjalandi vegna þess ástands sem hefur ríkt í Úkraínu að undanförnu.

Úkraínumenn voru með undirtökin á upphafsmínútunum en Kiel tók frumkvæðið undir lok fyrri hálfleiks og hélt því allan síðari hálfleikinn.

Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk fyrir Kiel í leiknum og Guðjón Valur Sigurðsson þrjú. Marko Vujin og Filip Jicha voru markahæstir í liði Kiel með sjö mörk hvor.

Síðari leikurinn fer fram í Kiel þann 30. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×