Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 26-22 | Haukar halda sínu striki Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 20. mars 2014 17:10 Vísir/Daníel Haukar lögðu ÍR að velli í Olís deild karla í handbolta í kvöld 26-22 eftir að hafa verið 14-9 yfir í hálfleik. Haukar eru því enn með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar. ÍR virtist ekki hafa nokkra trú á verkefninu í upphafi leiks. Enginn ákefð var í leik liðsins og töpuðu leikmenn liðsins boltanum trekk í trekk framan af leik. Haukar gátu sjálfum sér um kennt að hafa ekki klárað leikinn í fyrri hálfleik en liðið fór illa með fjölda dauðafæra og tók margar slakar ákvarðanir í sókninni gegn slakri vörn ÍR. ÍR-ingar vöknuðu í hálfleik og þá sérstaklega í vörninni. Liðið klippti vinstri vænginn þar sem Sigurbergur Sveinsson var út og við það riðlaðist sóknarleikur Hauka mikið og ÍR náði að minnka muninn í eitt mark þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Kristófer Fannar Guðmundsson markvörður ÍR fór á kostum í seinni hálfleik og kom ÍR inn í leikinn en hann réð ekkert við Þórð Rafn Guðmundsson í vinstra horninu hjá Haukum og gerðu mörk Þórðar og Elíasar Más Halldórssonar gæfu muninn eftir að ÍR minnkaði muninn í eitt mark. Besti leikmaður vallarins var þó Giedrius Morkunas í marki Hauka. Hann varði vel allan leikinn og steig upp þegar ÍR átti tækifæri á að jafna leikinn. Allt annað var að sjá til ÍR í seinni hálfleik. Liðið fékk trú á verkefninu en það dugði ekki til því Haukar rifu sig upp þegar á þurfti að halda og tryggðu sér dýrmæt stig í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. ÍR má ekki við því að tapa fleiri stigum í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og þarf að treysta á önnur lið í þeirri baráttu. Þórður: Slökuðum á„Þetta var voðalega kaflaskipt. Við náðum forystu en svo slökum við og förum að rótera liðinu og missum þetta niður,“ sagði Þórður Rafn Guðmundsson sem átti mjög góðan leik fyrir Hauka í vinstra horninu og í vörninni. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki nógu vel. Þetta var ströggl. Um leið og við slökum á þá minnka þeir muninn og þá ætlum við að gefa í, í staðin fyrir að vera á fullu allan tímann. Þá hefðum við unnið þennan leik mjög sannfærandi. „Þeir eru með gott lið en hafa misst Ingimund (Ingimundarson) og Björgvin (Þór Hólmgeirsson). Svo var Arnór (Freyr Stefánsson) ekki í dag. Klárlega hefðum við átt að klára þetta meira sannfærandi,“ sagði Þórður sem fór mikinn í vinstra horninu og sýndi góða skottækni en hann er að upplagi skytta. „Þetta er að gera eitthvað heilalaust og vona það besta, nei, nei. Ég er á fullu í horninu á æfingum og það hefur gengið mjög vel. Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu. Ég er kominn með betri tækni, það er ekki bara að negla alltaf.“ Haukar eru í kjörstöðu með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir og getur liðið verið búið að tryggja sér titilinn þegar ÍBV kemur í heimsókn í síðustu umferðinni. „Við stefnum að því að vinna hvern einasta leik sem við förum í og auðvitað væri þægilegt að vinna næstu tvo og fara í síðasta leikinn með enga pressu á sér,“ sagði Þórður Rafn. Jón Heiðar: Þetta er spurning um að kasta og grípa, handbolti 101„Fyrri hálfleikur var mjög dapur og við köstum þessu frá okkur sóknarlega. Þetta minnti á bikarúrslitaleikinn,“ sagði Jón Heiðar Gunnarsson línumaður og varnartröll ÍR. „Við vorum á löngum köflum að spila góða vörn. Við héldum þeim ágætlega og fengum hraðaupphlaup og skyndisóknir. Við köstum þessu frá okkur í sóknarleiknum eins og svo oft áður. Allt of margir tæknifeilar. „Okkur vantar sjálfstraust í sóknarleikinn. Menn eru óöryggir og eru að kasta boltanum útaf.“ Daníel Ingi Guðmundsson hávaxinn ungur leikmaður átti mjög góða innkomu í sóknarleikinn hjá ÍR í seinni hálfleik en hefði hann ekki mátt koma fyrr inn á? „Hann kom virkilega öflugur inn. Hann er með það sem okkur vantar, smá hæð. Við erum margir litlir. Við hefðum klárlega getað notað hann meira. Hann kemur með hæð og skotógnun fyrir utan. Það er eitthvað sem okkur hefur vantað. „Okkur vantar fleiri lausnir og sjálfstraust í sóknarleikinn. Við erum einhæfir þar en það er einfalt að laga þessa hluti. Þetta er spurning um að kasta og grípa, handbolti 101,“ sagði Jón Heiðar en ófáar sendingar ÍR höfnuðu í höndum Patreks Jóhannessonar þjálfara Hauka. „Ef það er hægt að laga þessa einföldu hluti sem eru búnir að plaga okkur. Það koma alltaf tíu mínútna kaflar í hverjum hálfleik. Þá erum við góðir. „Þegar við töpuðum svona boltum þá er það mark í bakið, maður nær ekki að hlaupa til baka þegar við töpum boltanum úti á punktalínu. „Við þurfum að laga þetta ef við ætlum að eiga séns í úrslitakeppnina, sá séns fer minnkandi með hverjum leiknum. „Það er ekkert í boði annað en að vinna rest,“ sagði Jón Heiðar. Olís-deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Haukar lögðu ÍR að velli í Olís deild karla í handbolta í kvöld 26-22 eftir að hafa verið 14-9 yfir í hálfleik. Haukar eru því enn með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar. ÍR virtist ekki hafa nokkra trú á verkefninu í upphafi leiks. Enginn ákefð var í leik liðsins og töpuðu leikmenn liðsins boltanum trekk í trekk framan af leik. Haukar gátu sjálfum sér um kennt að hafa ekki klárað leikinn í fyrri hálfleik en liðið fór illa með fjölda dauðafæra og tók margar slakar ákvarðanir í sókninni gegn slakri vörn ÍR. ÍR-ingar vöknuðu í hálfleik og þá sérstaklega í vörninni. Liðið klippti vinstri vænginn þar sem Sigurbergur Sveinsson var út og við það riðlaðist sóknarleikur Hauka mikið og ÍR náði að minnka muninn í eitt mark þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Kristófer Fannar Guðmundsson markvörður ÍR fór á kostum í seinni hálfleik og kom ÍR inn í leikinn en hann réð ekkert við Þórð Rafn Guðmundsson í vinstra horninu hjá Haukum og gerðu mörk Þórðar og Elíasar Más Halldórssonar gæfu muninn eftir að ÍR minnkaði muninn í eitt mark. Besti leikmaður vallarins var þó Giedrius Morkunas í marki Hauka. Hann varði vel allan leikinn og steig upp þegar ÍR átti tækifæri á að jafna leikinn. Allt annað var að sjá til ÍR í seinni hálfleik. Liðið fékk trú á verkefninu en það dugði ekki til því Haukar rifu sig upp þegar á þurfti að halda og tryggðu sér dýrmæt stig í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. ÍR má ekki við því að tapa fleiri stigum í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og þarf að treysta á önnur lið í þeirri baráttu. Þórður: Slökuðum á„Þetta var voðalega kaflaskipt. Við náðum forystu en svo slökum við og förum að rótera liðinu og missum þetta niður,“ sagði Þórður Rafn Guðmundsson sem átti mjög góðan leik fyrir Hauka í vinstra horninu og í vörninni. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki nógu vel. Þetta var ströggl. Um leið og við slökum á þá minnka þeir muninn og þá ætlum við að gefa í, í staðin fyrir að vera á fullu allan tímann. Þá hefðum við unnið þennan leik mjög sannfærandi. „Þeir eru með gott lið en hafa misst Ingimund (Ingimundarson) og Björgvin (Þór Hólmgeirsson). Svo var Arnór (Freyr Stefánsson) ekki í dag. Klárlega hefðum við átt að klára þetta meira sannfærandi,“ sagði Þórður sem fór mikinn í vinstra horninu og sýndi góða skottækni en hann er að upplagi skytta. „Þetta er að gera eitthvað heilalaust og vona það besta, nei, nei. Ég er á fullu í horninu á æfingum og það hefur gengið mjög vel. Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu. Ég er kominn með betri tækni, það er ekki bara að negla alltaf.“ Haukar eru í kjörstöðu með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir og getur liðið verið búið að tryggja sér titilinn þegar ÍBV kemur í heimsókn í síðustu umferðinni. „Við stefnum að því að vinna hvern einasta leik sem við förum í og auðvitað væri þægilegt að vinna næstu tvo og fara í síðasta leikinn með enga pressu á sér,“ sagði Þórður Rafn. Jón Heiðar: Þetta er spurning um að kasta og grípa, handbolti 101„Fyrri hálfleikur var mjög dapur og við köstum þessu frá okkur sóknarlega. Þetta minnti á bikarúrslitaleikinn,“ sagði Jón Heiðar Gunnarsson línumaður og varnartröll ÍR. „Við vorum á löngum köflum að spila góða vörn. Við héldum þeim ágætlega og fengum hraðaupphlaup og skyndisóknir. Við köstum þessu frá okkur í sóknarleiknum eins og svo oft áður. Allt of margir tæknifeilar. „Okkur vantar sjálfstraust í sóknarleikinn. Menn eru óöryggir og eru að kasta boltanum útaf.“ Daníel Ingi Guðmundsson hávaxinn ungur leikmaður átti mjög góða innkomu í sóknarleikinn hjá ÍR í seinni hálfleik en hefði hann ekki mátt koma fyrr inn á? „Hann kom virkilega öflugur inn. Hann er með það sem okkur vantar, smá hæð. Við erum margir litlir. Við hefðum klárlega getað notað hann meira. Hann kemur með hæð og skotógnun fyrir utan. Það er eitthvað sem okkur hefur vantað. „Okkur vantar fleiri lausnir og sjálfstraust í sóknarleikinn. Við erum einhæfir þar en það er einfalt að laga þessa hluti. Þetta er spurning um að kasta og grípa, handbolti 101,“ sagði Jón Heiðar en ófáar sendingar ÍR höfnuðu í höndum Patreks Jóhannessonar þjálfara Hauka. „Ef það er hægt að laga þessa einföldu hluti sem eru búnir að plaga okkur. Það koma alltaf tíu mínútna kaflar í hverjum hálfleik. Þá erum við góðir. „Þegar við töpuðum svona boltum þá er það mark í bakið, maður nær ekki að hlaupa til baka þegar við töpum boltanum úti á punktalínu. „Við þurfum að laga þetta ef við ætlum að eiga séns í úrslitakeppnina, sá séns fer minnkandi með hverjum leiknum. „Það er ekkert í boði annað en að vinna rest,“ sagði Jón Heiðar.
Olís-deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira