Handbolti

Knudsen leggur landsliðsskóna á hilluna

Michael Knudsen.
Michael Knudsen. vísir/getty
Guðmundur Þórður Guðmundsson mun ekki geta nýtt krafta línumannsins frábæra, Michael Knudsen, er hann tekur við danska landsliðinu í sumar.

Knudsen tilkynnti í dag að hann hefði lagt landsliðsskóna á hilluna.

"Þar sem það eru þjálfaraskipti hjá landsliðinu og ég að flytja aftur heim þá finnst mér þetta vera rétti tíminn til að hætta," sagði Knudsen en hann gengur í raðir Bjerringbro-Silkeborg í sumar.

Hann hefur verið fastamaður í landsliðinu síðan árið 1999 og hefur alls unnið til sjö verðlauna með Dönum á stórmótum.

Guðmundur gæti lent í vandræðum með línumenn því Rene Toft Hansen er einnig að skoða framtíð sína hjá landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×