Handbolti

Naumt tap hjá lærisveinum Arons

Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. vísir/daníel
Lið Arons Kristjánssonar, KIF Kolding, tapaði frekar óvænt í úrslitakeppni danska handboltans í kvöld.

Liðið tapaði 24-23 gegn SönderjyskE í hörkuleik. SönderjyskE leiddi framan af en það var jafnt í hálfleik, 11-11.

Lið Arons fékk tækifæri til þess að jafna undir lokin en skot Spánverjans Albert Rocas var varið og því fór sem fór.

Riðill 1 í úrslitakeppninni er galopinn eftir þennan leik. Kolding var fyrir á toppnum með sex stig en SönderjyskE á botninum með tvö.

Bjerringbro og Álaborg eru með fjögur stig og mætast á morgun. Liðið sem vinnur þann leik kemst upp að hlið Kolding á toppnum þegar tvær umferðir verða eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×