Ódýr Datsun fyrir Rússlandsmarkað Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2014 14:30 Datsun on-Do. themotorreport Carlos Ghosn forstjóri Nissan-Renault kynnti nýja gerð Datsun bíls í Rússlandi fyrir stuttu. Markar sú kynning nokkur tímamót þar sem Datsun bílar hafa ekki verið smíðaðir í lengri tíma. Datsun merkið er með eldri bílamerkjum, en þegar það var lagt niður árið 1986 fengu bílar framleiðanda þess nafnið Nissan. Datsun verður ekki eina ódýra framleiðslumerki Nissan-Renault, en fyrirtækið á einnig Dacia merkið og eru bílar þess framleiddir í Rúmeníu. Voru bílar Dacia eingöngu ætlaðir í fyrstu fyrir efnaminni markaðssvæði A-Evrópu. Þróunin hefur hinsvegar orðið sú að bílar Dacia seljast einnig vel í vesturhluta Evrópu þar sem kaupendur kunna að meta lágt verð á þaulreyndri söluvöru Dacia, en bílar Dacia byggja að á bílum frá Renault og Nissan. Rússland er fimmta stærsta markaðssvæði Renault-Nissan og telja menn þar á bæ að Datsun verði brátt þriðjungur af sölu fyrirtækisins þar. Nýi Datsun bíllinn hefur fengið heitið on-Do, hvað sem það á að þýða og verður hann framleiddur í verksmiðjum Lada í Rússlandi. Hann er með 1,6 lítra og 87 hestafla vél frá Nissan. Sala á bílnum hefst strax í sumar. Renault-Nissan ætlar einnig að markaðssetja Datsun bíla í Indónesíu, S-Afríku og Indlandi og svo er aldrei að vita hvort eftirspurn verði ekki eftir Datsun bílum í löndum sem teljast efnaðri, líkt og gerðist með Dacia bíla. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent
Carlos Ghosn forstjóri Nissan-Renault kynnti nýja gerð Datsun bíls í Rússlandi fyrir stuttu. Markar sú kynning nokkur tímamót þar sem Datsun bílar hafa ekki verið smíðaðir í lengri tíma. Datsun merkið er með eldri bílamerkjum, en þegar það var lagt niður árið 1986 fengu bílar framleiðanda þess nafnið Nissan. Datsun verður ekki eina ódýra framleiðslumerki Nissan-Renault, en fyrirtækið á einnig Dacia merkið og eru bílar þess framleiddir í Rúmeníu. Voru bílar Dacia eingöngu ætlaðir í fyrstu fyrir efnaminni markaðssvæði A-Evrópu. Þróunin hefur hinsvegar orðið sú að bílar Dacia seljast einnig vel í vesturhluta Evrópu þar sem kaupendur kunna að meta lágt verð á þaulreyndri söluvöru Dacia, en bílar Dacia byggja að á bílum frá Renault og Nissan. Rússland er fimmta stærsta markaðssvæði Renault-Nissan og telja menn þar á bæ að Datsun verði brátt þriðjungur af sölu fyrirtækisins þar. Nýi Datsun bíllinn hefur fengið heitið on-Do, hvað sem það á að þýða og verður hann framleiddur í verksmiðjum Lada í Rússlandi. Hann er með 1,6 lítra og 87 hestafla vél frá Nissan. Sala á bílnum hefst strax í sumar. Renault-Nissan ætlar einnig að markaðssetja Datsun bíla í Indónesíu, S-Afríku og Indlandi og svo er aldrei að vita hvort eftirspurn verði ekki eftir Datsun bílum í löndum sem teljast efnaðri, líkt og gerðist með Dacia bíla.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent