Jepplingur frá Seat 2016 Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2014 09:45 Seat IBX tilraunajepplingur. Seat er í eigu volkswagen og Seat er eina bílamerki Volkswagen samstæðunnar sem ekki skilar hagnaði. Volkswagen ætlar með þessu að finna nýja viðskiptavini fyrir Seat, en jepplingamarkaðurinn er enn að stækka og hefur stækkað um 40% á síðustu 5 árum og því vert að sækja á hann enn. Um 1 milljón jepplinga seljast á ári í Evrópu. Bíllinn verður hannaður á Spáni, heimalandi Seat og verður hann byggður á MQB undirvagni Volkswagen, eins og svo margir bíla Volkswagen bílafjölskyldunnar. Það skondna er að líkur eru á því að þessi nýi Seat jepplingur verði smíðaður í Skoda verksmiðju í Tékklandi á sama stað og Yeti jepplingur Skoda er smíðaður. Ástæða þess er sú að mun ódýrara er að smíða bíla í Tékklandi en á Spáni. Seat hefur ekki skilað hagnaði síðan árið 2007. Tapið minnkaði má milli ára í fyrra en nam samt tæpum 24 milljörðum króna. Sala Seat bíla jókst um 11% á síðasta ári og nam 355.000 bílum, en ekki dugði það til svo að tapi yrði snúið í hagnað. Til greina kemur að reisa Seat verksmiðju í Kína, en Kína er stærsti markaðurinn fyrir Seat bíla. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent
Seat er í eigu volkswagen og Seat er eina bílamerki Volkswagen samstæðunnar sem ekki skilar hagnaði. Volkswagen ætlar með þessu að finna nýja viðskiptavini fyrir Seat, en jepplingamarkaðurinn er enn að stækka og hefur stækkað um 40% á síðustu 5 árum og því vert að sækja á hann enn. Um 1 milljón jepplinga seljast á ári í Evrópu. Bíllinn verður hannaður á Spáni, heimalandi Seat og verður hann byggður á MQB undirvagni Volkswagen, eins og svo margir bíla Volkswagen bílafjölskyldunnar. Það skondna er að líkur eru á því að þessi nýi Seat jepplingur verði smíðaður í Skoda verksmiðju í Tékklandi á sama stað og Yeti jepplingur Skoda er smíðaður. Ástæða þess er sú að mun ódýrara er að smíða bíla í Tékklandi en á Spáni. Seat hefur ekki skilað hagnaði síðan árið 2007. Tapið minnkaði má milli ára í fyrra en nam samt tæpum 24 milljörðum króna. Sala Seat bíla jókst um 11% á síðasta ári og nam 355.000 bílum, en ekki dugði það til svo að tapi yrði snúið í hagnað. Til greina kemur að reisa Seat verksmiðju í Kína, en Kína er stærsti markaðurinn fyrir Seat bíla.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent