Magnaður smábíll Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2014 08:45 Hyundai i10 er lítill bíll en ótrúlega naskur. Reynsluakstur – Hyundai i10 Minnsti bíll kóreska framleiðandans Hyundai er i10 og flokkast hann í A-flokk bíla, allra minnstu bíla sem framleiddir eru. Það þýðir samt ekki að þar fari alvöru bíll, því með sanni má segja að þessi dvergur hafi komið skemmtilega á óvart í reynsluakstri. Í kynningu þessa nýja Hyundai i10 segir söluaðili Hyundai á Íslandi, BL, að þar sé loksins kominn smábíll í fullum gæðum og í sannleika sagt er hægt að taka undir það. Undirritaður hefur reyndar aldrei ekið eins góðum smábíl og það er auðvelt að gleyma því við akstur hans að þar fari í raun smábíll. Akstureiginleikar hans eru miklu frekar í ætt við stærri og dýrari bíla og fjöðrunin fer langt framúr væntingum. Til eru bílar í þessum stærðarflokki sem eru ódýrari, en það eru bílar sem standa honum að baki, bílar eins og Chevrolet Spark, Ford Ka, Kia Picanto og Volkswagen Up. Segja má að Volkswagen hafi sett ný viðmið í þessum flokki bíla með tilkomu Up, en þessi bíll hefur nú sett enn nýtt viðmið hvað varðar aksturseignleika og ekki síst gæði. Til vitnis um gæði þessa bíls þá gáfu samtök breskra blaðamanna, sem sérhæfa sig í umsögnum um nýja bíla, þessum nýja Hyundai i10 fullt hús stiga og hæstu einkunn og þar með titilinn bíll ársins í þessum flokki.Enginn fegurðarkóngur en flottur að innanHyundai i10 er nokkur snotur bíll að ytra útliti, en slær engan keppinauta sinna við í þeim efnum. Hann er ekkert sláandi sætur eins og oft hefur tekist við hönnun smárra bíla. Fríðleikinn tekur helst við þegar inn í bílinn er komið. Þar leikur frísklega hönnun og vel og frjálslega er farið með liti. Efnisnotkun er betri en við mátti búast fyrir bíl í þessum verðflokki. Þegar kemur að búnaði verður ökumaður hissa, en í honum má finna skemmtilegheit eins og hita í stýri og sætum, alla mögulega tengimöguleika og 12 volta innstungu. Hann er með rafmagnrúður allan hringinn og rafstillanlega hliðarspegla. Hrikalega gott útsýni er úr bílnum og í honum er að finna margvísleg og haganlega fyrirkomin hólf og drykkjastatíf. Skottið er furðu stór fyrir lítinn bíl, 252 lítrar og ætti að duga flestum nema til lengri ferða. Helstu ókostirnir við að umgangast bílinn var fólgið í því að erfitt er að koma lyklinum í svissinn og honum illa fyrir komið. Bílstjórahurðin lokaðist illa og þurfti oft fleiri en ein tilraun til þess. Þessi bíll er ekki fyrir 5 manns, þó það hefði verið reynt í einum bíltúrnum. Í fyrst lagi er ekki nægt pláss til þess afturí, sem von er í svo smáum bíl og þá orkar hann einfladlega ekki nægilega vel upp brekkur. En með enga farþega en hann frískur og þá dugar vélin ágætlega.Hrikalega góður akstursbíllVélin í reynsluaksturbílnum var 66 hestafla, 1,0 lítra bensínvél. Hún er nægilega stór ef bíllinn er ekki mikið hlaðinn, en oftast eru bílstjórar einir í bíl. Hyundai i10 má einnig fá með 1,2 lítra og 87 hestafla bensínvél, en þá kostar hann meira og a.m.k. til að byrja með er hann ekki boðinn með þeirri vél hérlendis. Akstureiginleikar þessa bíls eru alveg til fyrirmyndar, hann er svakalega lipur í akstri og eins og íþróttamaður í hegðun. Hann fer ljúflega með allar hraðahindranir og slaglengdin virðist furðu löng þótt bíllinn sé hæfilega stífur á fjöðruninni. Virkilega vel upp settur bíll hvað þetta varðar. Hann er reyndar nokkuð lágt gíraður og þarf ökumaður því að hræra talsvert í gírunum til að finna ávallt réttan snúning vélarinnar og hann sárlega skortir 6. gírinn þar sem hann er farinn að snúast óeðilega hratt ef greitt er farið. Því er hann ekki sérlega hentugur í lengri akstur, en svona bíll er víst borgarbíll og mest notaður við slíkar aðstæður. Bíllinnn er mjög léttur í stýri, jafnvel of léttur en flestum mun finnast það þægilegt í borgarumferðinni. Stýriingin er samt nákvæm og það skiptir ef til vill meira máli. Stýri má hækka og lækka en ekki draga fram og aftur, en auðvelt reyndist að finna góða akstursstellingu.Á flottu verðiÞeir sem eru að huga að kaupum á bíl sem ekki má kosta meira en 2 milljónir ættu verulega að hafa þennan bíl í huga. Hann kostar í sinni ódýrustu útfærsla 1.990.000 krónur og þannig er hann ári vel búinn og með þeirri vél sem reynda var. Fyrir það fæst mjög góður bíll, miklu betri en reynsluökumaður átti von á. Það eru ekki margir smábílar sem ekið er sem gefa þá tilfinningu að vera fullvaxnir bílar. Þessi bíll er engin spyrnukerra, en hann er heilar 14,9 sekúndur í hundraðið, en samt enginn letingi. Hann er besti akstursbíll í þessum flokki sem greinarhöfundur hefur reynt og furðu vel búinn. Hann er furðu hljóðlátur, þökk sé góðri einangrun framarlega í bílnum sem Hyundai hefur nostrað við, miklu hljóðlátari en systurbíll hans frá Kia, þ.e. Picanto. Þessi hljóðeinangrun er eitt þeirra atriða sem gefur ökumanni tilfinningu fyrir því að aka miklu dýrari bíl. Ekki má svo gleyma því að hann er með 5 ára ábyrgð, eins og reyndar allir bílar Hyundai.Kostir: Aksturseiginleikar, innanrými, verðÓkostir: Lágt gíraður og skortir 6. gír, staðsetning sviss 1,0 l. bensínvél, 66 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,7 l./100 km í bl. akstri Mengun: 108 g/km CO2 Hröðun: 14,9 sek. Hámarkshraði: 155 km/klst Verð: 1.990.000 kr. Umboð: BL, Hyundai KauptúniLaglegur að innan og frískleg litanotkun lyftir honum upp. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent
Reynsluakstur – Hyundai i10 Minnsti bíll kóreska framleiðandans Hyundai er i10 og flokkast hann í A-flokk bíla, allra minnstu bíla sem framleiddir eru. Það þýðir samt ekki að þar fari alvöru bíll, því með sanni má segja að þessi dvergur hafi komið skemmtilega á óvart í reynsluakstri. Í kynningu þessa nýja Hyundai i10 segir söluaðili Hyundai á Íslandi, BL, að þar sé loksins kominn smábíll í fullum gæðum og í sannleika sagt er hægt að taka undir það. Undirritaður hefur reyndar aldrei ekið eins góðum smábíl og það er auðvelt að gleyma því við akstur hans að þar fari í raun smábíll. Akstureiginleikar hans eru miklu frekar í ætt við stærri og dýrari bíla og fjöðrunin fer langt framúr væntingum. Til eru bílar í þessum stærðarflokki sem eru ódýrari, en það eru bílar sem standa honum að baki, bílar eins og Chevrolet Spark, Ford Ka, Kia Picanto og Volkswagen Up. Segja má að Volkswagen hafi sett ný viðmið í þessum flokki bíla með tilkomu Up, en þessi bíll hefur nú sett enn nýtt viðmið hvað varðar aksturseignleika og ekki síst gæði. Til vitnis um gæði þessa bíls þá gáfu samtök breskra blaðamanna, sem sérhæfa sig í umsögnum um nýja bíla, þessum nýja Hyundai i10 fullt hús stiga og hæstu einkunn og þar með titilinn bíll ársins í þessum flokki.Enginn fegurðarkóngur en flottur að innanHyundai i10 er nokkur snotur bíll að ytra útliti, en slær engan keppinauta sinna við í þeim efnum. Hann er ekkert sláandi sætur eins og oft hefur tekist við hönnun smárra bíla. Fríðleikinn tekur helst við þegar inn í bílinn er komið. Þar leikur frísklega hönnun og vel og frjálslega er farið með liti. Efnisnotkun er betri en við mátti búast fyrir bíl í þessum verðflokki. Þegar kemur að búnaði verður ökumaður hissa, en í honum má finna skemmtilegheit eins og hita í stýri og sætum, alla mögulega tengimöguleika og 12 volta innstungu. Hann er með rafmagnrúður allan hringinn og rafstillanlega hliðarspegla. Hrikalega gott útsýni er úr bílnum og í honum er að finna margvísleg og haganlega fyrirkomin hólf og drykkjastatíf. Skottið er furðu stór fyrir lítinn bíl, 252 lítrar og ætti að duga flestum nema til lengri ferða. Helstu ókostirnir við að umgangast bílinn var fólgið í því að erfitt er að koma lyklinum í svissinn og honum illa fyrir komið. Bílstjórahurðin lokaðist illa og þurfti oft fleiri en ein tilraun til þess. Þessi bíll er ekki fyrir 5 manns, þó það hefði verið reynt í einum bíltúrnum. Í fyrst lagi er ekki nægt pláss til þess afturí, sem von er í svo smáum bíl og þá orkar hann einfladlega ekki nægilega vel upp brekkur. En með enga farþega en hann frískur og þá dugar vélin ágætlega.Hrikalega góður akstursbíllVélin í reynsluaksturbílnum var 66 hestafla, 1,0 lítra bensínvél. Hún er nægilega stór ef bíllinn er ekki mikið hlaðinn, en oftast eru bílstjórar einir í bíl. Hyundai i10 má einnig fá með 1,2 lítra og 87 hestafla bensínvél, en þá kostar hann meira og a.m.k. til að byrja með er hann ekki boðinn með þeirri vél hérlendis. Akstureiginleikar þessa bíls eru alveg til fyrirmyndar, hann er svakalega lipur í akstri og eins og íþróttamaður í hegðun. Hann fer ljúflega með allar hraðahindranir og slaglengdin virðist furðu löng þótt bíllinn sé hæfilega stífur á fjöðruninni. Virkilega vel upp settur bíll hvað þetta varðar. Hann er reyndar nokkuð lágt gíraður og þarf ökumaður því að hræra talsvert í gírunum til að finna ávallt réttan snúning vélarinnar og hann sárlega skortir 6. gírinn þar sem hann er farinn að snúast óeðilega hratt ef greitt er farið. Því er hann ekki sérlega hentugur í lengri akstur, en svona bíll er víst borgarbíll og mest notaður við slíkar aðstæður. Bíllinnn er mjög léttur í stýri, jafnvel of léttur en flestum mun finnast það þægilegt í borgarumferðinni. Stýriingin er samt nákvæm og það skiptir ef til vill meira máli. Stýri má hækka og lækka en ekki draga fram og aftur, en auðvelt reyndist að finna góða akstursstellingu.Á flottu verðiÞeir sem eru að huga að kaupum á bíl sem ekki má kosta meira en 2 milljónir ættu verulega að hafa þennan bíl í huga. Hann kostar í sinni ódýrustu útfærsla 1.990.000 krónur og þannig er hann ári vel búinn og með þeirri vél sem reynda var. Fyrir það fæst mjög góður bíll, miklu betri en reynsluökumaður átti von á. Það eru ekki margir smábílar sem ekið er sem gefa þá tilfinningu að vera fullvaxnir bílar. Þessi bíll er engin spyrnukerra, en hann er heilar 14,9 sekúndur í hundraðið, en samt enginn letingi. Hann er besti akstursbíll í þessum flokki sem greinarhöfundur hefur reynt og furðu vel búinn. Hann er furðu hljóðlátur, þökk sé góðri einangrun framarlega í bílnum sem Hyundai hefur nostrað við, miklu hljóðlátari en systurbíll hans frá Kia, þ.e. Picanto. Þessi hljóðeinangrun er eitt þeirra atriða sem gefur ökumanni tilfinningu fyrir því að aka miklu dýrari bíl. Ekki má svo gleyma því að hann er með 5 ára ábyrgð, eins og reyndar allir bílar Hyundai.Kostir: Aksturseiginleikar, innanrými, verðÓkostir: Lágt gíraður og skortir 6. gír, staðsetning sviss 1,0 l. bensínvél, 66 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,7 l./100 km í bl. akstri Mengun: 108 g/km CO2 Hröðun: 14,9 sek. Hámarkshraði: 155 km/klst Verð: 1.990.000 kr. Umboð: BL, Hyundai KauptúniLaglegur að innan og frískleg litanotkun lyftir honum upp.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent