Bikarhetjunni Alexander Scholz leið vel á Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2014 13:15 Alexander Scholz í baráttunni í Belgíu. Vísir/getty Danski varnarmaðurinn Alexander Scholz, sem lék með Stjörnunni hér á landi sumarið 2012 við góðan orðstír, hefur vakið nokkra athygli í heimalandinu eftir að tryggja Lokeren sigurinn í belgísku bikarkeppninni á dögunum. Hann talar vel um veru sína á Íslandi í viðtali við danska vefmiðilinn detsmukkespil.net. Scholz, sem ólst upp hjá Vejle í Danmörku, sagði skilið við knattspyrnuna tímabundið 2011. Í byrjun árs 2012 pakkaði hann svo niður í bakpoka og hélt í reisu til Indlands. Eftir átta mánuði frá fótboltanum fór hann að sakna hans en Scholz vildi ekki snúa aftur til Danmerkur. Hann hafði samband við fyrrverandi liðsfélaga sína hjá Vejle, JesperJensen og NikolajHagelskjær, sem báðir spiluðu með Stjörnunni 2011. Þeir tveir mæltu með Íslandi og hafði Scholz þá samband við danska markvarðarþjálfarann og þúsundþjalasmiðinn HenrikBödker sem hefur dælt inn öflugum Dönum í Garðabæinn undanfarin ár. Hann hafði strax áhuga á Scholz enda vissi hann allt um gæði leikmannsins. Samið var við hann á Skype og kom Scholz frá Indlandi tilbúinn í slaginn í Pepsi-deildinni. Hann fór svo á kostum í deildinni og skoraði fimm mörk og var eftir tímabilið keyptur til Lokeren í Belgíu. „Ísland var raunhæfur staður til að byrja aftur og ég vissi að ég gæti náð árangri í deildinni þar. Það voru líka aðrir hlutir sem spiluðu inn í eins og lengd tímabilsins og staðsetning landsins, langt frá Danmörku,“ segir Scholz í viðtalinu við detsmukketspil.dk. „Á Íslandi var ég einangraður og þurfti ég því að takast á við allt sjálfur. Svo var það líka náttúran sem heillaði mig.“ Dvölin á Íslandi gerði Scholz gott en hér á landi fann hann loks fyrir fótfestu. Hann eignaðist nýja og góða vini, átti mikilli velgengni að fagna inni á fótboltavellinum og þá fékk hann vinnu hjá Ormsson sem honum líkaði vel. „Við æfðum aðallega seinnipartinn þannig félagið fann fyrir mig hlutastarf svo ég hefði eitthvað að gera. Ég fékk vinnu hjá raftækjafyrirtæki þar sem ég vann með frábæru fólki sem fékk mig til að njóta starfsins,“ segir Alexander Scholz. Allt viðtalið á dönsku má lesa hér. Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Danski varnarmaðurinn Alexander Scholz, sem lék með Stjörnunni hér á landi sumarið 2012 við góðan orðstír, hefur vakið nokkra athygli í heimalandinu eftir að tryggja Lokeren sigurinn í belgísku bikarkeppninni á dögunum. Hann talar vel um veru sína á Íslandi í viðtali við danska vefmiðilinn detsmukkespil.net. Scholz, sem ólst upp hjá Vejle í Danmörku, sagði skilið við knattspyrnuna tímabundið 2011. Í byrjun árs 2012 pakkaði hann svo niður í bakpoka og hélt í reisu til Indlands. Eftir átta mánuði frá fótboltanum fór hann að sakna hans en Scholz vildi ekki snúa aftur til Danmerkur. Hann hafði samband við fyrrverandi liðsfélaga sína hjá Vejle, JesperJensen og NikolajHagelskjær, sem báðir spiluðu með Stjörnunni 2011. Þeir tveir mæltu með Íslandi og hafði Scholz þá samband við danska markvarðarþjálfarann og þúsundþjalasmiðinn HenrikBödker sem hefur dælt inn öflugum Dönum í Garðabæinn undanfarin ár. Hann hafði strax áhuga á Scholz enda vissi hann allt um gæði leikmannsins. Samið var við hann á Skype og kom Scholz frá Indlandi tilbúinn í slaginn í Pepsi-deildinni. Hann fór svo á kostum í deildinni og skoraði fimm mörk og var eftir tímabilið keyptur til Lokeren í Belgíu. „Ísland var raunhæfur staður til að byrja aftur og ég vissi að ég gæti náð árangri í deildinni þar. Það voru líka aðrir hlutir sem spiluðu inn í eins og lengd tímabilsins og staðsetning landsins, langt frá Danmörku,“ segir Scholz í viðtalinu við detsmukketspil.dk. „Á Íslandi var ég einangraður og þurfti ég því að takast á við allt sjálfur. Svo var það líka náttúran sem heillaði mig.“ Dvölin á Íslandi gerði Scholz gott en hér á landi fann hann loks fyrir fótfestu. Hann eignaðist nýja og góða vini, átti mikilli velgengni að fagna inni á fótboltavellinum og þá fékk hann vinnu hjá Ormsson sem honum líkaði vel. „Við æfðum aðallega seinnipartinn þannig félagið fann fyrir mig hlutastarf svo ég hefði eitthvað að gera. Ég fékk vinnu hjá raftækjafyrirtæki þar sem ég vann með frábæru fólki sem fékk mig til að njóta starfsins,“ segir Alexander Scholz. Allt viðtalið á dönsku má lesa hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira