Sannur Evrópumeistari Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2014 10:15 Peugeot 308 er kostabíll. Reynsluakstur - Peugeot 308 Það var með mikilli eftirvæntingu sem greinarritari tók við lyklunum á nýkrýndum bíl ársins í Evrópu, Peugeot 308. Það kom í ljós að sú eftirvæntinging átti rétt á sér því hér fer hreint ótrúlega góður bíll sem kórónar skemmtilega bílalínu Peugeot um þessar mundir. Peugeot hefur þurft að bíða lengi eftir því að endurheimta þennan titil, en forveri 308 bílsins, þ.e. Peugeot 307, hampaði þessum titli árið 2002. Peugeot hefur reyndar tvisvar áður krækt í titilinn með bílunum 405 árið 1988 og 504 árið 1969. Kosningin í ár var mjög afgerandi fyrir þennan nýja meistara, en meira munaði á þeim stigum sem Peugeot 308 fékk og bílnum í öðru sæti, BMW i3, en á því sæti og því sjötta. Peugeot veitir reyndar ekki af góðum bíl í þessum stærðarflokki, en helstu keppnautar 308 eru Ford Focus og Volkswagen Golf, bíll ársins í Evrópu og heiminum öllum í fyrra. Víst er að þarna hafa þessir tveir magnsölubílar fengið verðugan keppinaut frá Frakklandi.Eins og Formúlu 1 stýriPeugeot 308 er sérlega laglegur bíll ásýndum, nokkuð dropalaga og rennilegur, með enga stæla en þess meiri fágun. Hér er á ferðinni alveg nýr bíll frá fyrri kynslóð hans. Peugeot eyddi miklum fjármunum og tíma í að endurhanna bílinn og fyrirtækið hefur sótt um hvorki meira né minna en 116 einkaleyfi sem urðu til við hönnun hans. Nýr Peugeot 308 hefur farið í mikla megrun og er nú 140 kílóum léttari en forverinn. Munar um minna þegar kemur að aksturseiginleikum og lágri eyðslutölu. Svo langt hefur Peugeot reyndar náð í þessu augnamiði að 308 er eyðslugrennsti bíll í sínum stærðarflokki í heiminum og sú útgáfa hans sem mengar minnst er skráður fyrir 82g/km af CO2. Innanrými Peugeot 308 er sérlega smekklegt og vel hugsað. Óvenjulegast er að mælarnir eru fyrir ofan stýrið og eins skrítið og það má teljast er það alveg frábært, venst vel og fyrir vikið þarf ökumaður síður að líta niður við álestur. Mjög flottur 9,7 tommu aðgerðaskjár er fyrir miðju mælaborðinu og er þar allt auðskiljanlegt, ólíkt mörgum öðrum bílum. Stýrið er líka alveg sérstakt fyrir þá sök að vera það minnsta sem í fólksbíl sést en það á hann sameiginlegt með litla bróðurnum Peugeot 208. Þetta smáa stýri er að sama skapi hrikalega skemmtilegt og er líkt að ökumaður sé að aka Formúlu 1 bíl. Framsætin umlykja vel ökumann og farþega og halda honum á réttum stað og ekki veitir af vegna aksturseiginleika bílsins. Vel fer um tvo til þrjá ferþega afturí og höfuðrými óvenju gott. Skottrými er víst það stærsta í sínum flokki, 420 lítrar.Með betri akstursbílumPeugeot hefur marga kosti, en fyrst verður gaman þegar uppgötvaðir eru aksturseiginleikar hans. Hann er svo skemmtilegur í akstri að leita þarf að miklu dýrari bílum til að finna þá sem gera betur. Reynsluakstursbíllinn var með 116 hestafla og 1,6 lítra dísilvél sem er svo dugleg að bíllinn hreinlega sprautast áfram með henni og aflið er svo gott á lágum snúningi að engin ástæða er til þess að láta vélina snúast nein ósköp til að fá úr henni rífandi afl. Sex gíra beinskipti gírkassinn sem við hana er tengd er svo góður að algjör unaður verður að aka bílnum. Ökumaður minnist ekki betri beinskiptingar. Bíllinn virðist aldrei erfiða í neinum gír, enda aflið mikið við lágan snúning og efstu tveir gírarnir eru svo háir að verulega hratt þarf að fara til að nota þá. Í raun er aldrei þörf á 6. gírnum nema fyrir ofan löglegan hraða. Því ætti hann að vera frábær á þýskum hraðbrautum og eyða afar litlu í senn. Yndislegt er að aka þessum lipra bíl í borgarumferðinni og hann er eins og lipurt kattardýr er hann fer fyrir hornin. Stýringin er hárnákvæm og bíllinn er allur svo vel uppsettur að furðu vekur. Það er ekki oft sem þýskir bílasmiðir gætu lært af frönskum er kemur að akstureiginleikum, en svei mér þá ef það á ekki við með þennan bíl.„Besti bíll sem Peugeot hefur smíðað“Greinarskrifari er á því að Peugeot 308 sé besti bíll sem Peugeot hefur nokkurtíma smíðað. Hann kom svo mikið á óvart fyrir gæði, frábæra akstureignleika og flotta hönnun að það var langt í frá gaman að afhenda lyklana af honum aftur við lok reynsluaksturs. Reyndar er Peugeot 208 einnig mjög góður akstursbíll, en 308 er bara einfaldlega betri. Peugeot er afar vel búinn bíll og leit að því sem ökumaður saknar í bílnum, þó helst enn betra hljóðkerfis. Leit er að því sem fer í taugar ökumanns, en þó verður að nefna að handbremsa hans er rafræn og fer ekki af fyrr en stigið er á eldsneytisgjöfina í annað sinn og vill það tefja för. Fá má Peugeot 308 með 5 vélargerðum, 92 og 116 hestafla dísilvélum og 82, 125 og 156 hestafla bensínvélum. Öflugri dísilvélin var í reynsluakstursbílnum og full ástæða er til að mæla með þeim kosti og grunur leikur á að hún verði mest fyrir valinu hérlendis sem annarsstaðar. Hún er í einu orði sagt frábær. Ódýrasta gerð Peugeot 308 kostar 3.360.000 kr. með minnstu bensínvélinni en ódýrasta útfærsla með 116 hestafla dísilvélinni er á 3.820.000 kr. Góð kaup þar.Kostir: Aksturseiginleikar, vél, innréttingÓkostir: Rafræn handbremsa fer ekki strax af við inngjöf 1,6 l. dísilvél, 116 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 5,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 95 g/km CO2 Hröðun: 10,2 sek. Hámarkshraði: 195 km/klst Verð: 3.820.000 kr. Umboð: BernhardMeð 420 lítra skottrými. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent
Reynsluakstur - Peugeot 308 Það var með mikilli eftirvæntingu sem greinarritari tók við lyklunum á nýkrýndum bíl ársins í Evrópu, Peugeot 308. Það kom í ljós að sú eftirvæntinging átti rétt á sér því hér fer hreint ótrúlega góður bíll sem kórónar skemmtilega bílalínu Peugeot um þessar mundir. Peugeot hefur þurft að bíða lengi eftir því að endurheimta þennan titil, en forveri 308 bílsins, þ.e. Peugeot 307, hampaði þessum titli árið 2002. Peugeot hefur reyndar tvisvar áður krækt í titilinn með bílunum 405 árið 1988 og 504 árið 1969. Kosningin í ár var mjög afgerandi fyrir þennan nýja meistara, en meira munaði á þeim stigum sem Peugeot 308 fékk og bílnum í öðru sæti, BMW i3, en á því sæti og því sjötta. Peugeot veitir reyndar ekki af góðum bíl í þessum stærðarflokki, en helstu keppnautar 308 eru Ford Focus og Volkswagen Golf, bíll ársins í Evrópu og heiminum öllum í fyrra. Víst er að þarna hafa þessir tveir magnsölubílar fengið verðugan keppinaut frá Frakklandi.Eins og Formúlu 1 stýriPeugeot 308 er sérlega laglegur bíll ásýndum, nokkuð dropalaga og rennilegur, með enga stæla en þess meiri fágun. Hér er á ferðinni alveg nýr bíll frá fyrri kynslóð hans. Peugeot eyddi miklum fjármunum og tíma í að endurhanna bílinn og fyrirtækið hefur sótt um hvorki meira né minna en 116 einkaleyfi sem urðu til við hönnun hans. Nýr Peugeot 308 hefur farið í mikla megrun og er nú 140 kílóum léttari en forverinn. Munar um minna þegar kemur að aksturseiginleikum og lágri eyðslutölu. Svo langt hefur Peugeot reyndar náð í þessu augnamiði að 308 er eyðslugrennsti bíll í sínum stærðarflokki í heiminum og sú útgáfa hans sem mengar minnst er skráður fyrir 82g/km af CO2. Innanrými Peugeot 308 er sérlega smekklegt og vel hugsað. Óvenjulegast er að mælarnir eru fyrir ofan stýrið og eins skrítið og það má teljast er það alveg frábært, venst vel og fyrir vikið þarf ökumaður síður að líta niður við álestur. Mjög flottur 9,7 tommu aðgerðaskjár er fyrir miðju mælaborðinu og er þar allt auðskiljanlegt, ólíkt mörgum öðrum bílum. Stýrið er líka alveg sérstakt fyrir þá sök að vera það minnsta sem í fólksbíl sést en það á hann sameiginlegt með litla bróðurnum Peugeot 208. Þetta smáa stýri er að sama skapi hrikalega skemmtilegt og er líkt að ökumaður sé að aka Formúlu 1 bíl. Framsætin umlykja vel ökumann og farþega og halda honum á réttum stað og ekki veitir af vegna aksturseiginleika bílsins. Vel fer um tvo til þrjá ferþega afturí og höfuðrými óvenju gott. Skottrými er víst það stærsta í sínum flokki, 420 lítrar.Með betri akstursbílumPeugeot hefur marga kosti, en fyrst verður gaman þegar uppgötvaðir eru aksturseiginleikar hans. Hann er svo skemmtilegur í akstri að leita þarf að miklu dýrari bílum til að finna þá sem gera betur. Reynsluakstursbíllinn var með 116 hestafla og 1,6 lítra dísilvél sem er svo dugleg að bíllinn hreinlega sprautast áfram með henni og aflið er svo gott á lágum snúningi að engin ástæða er til þess að láta vélina snúast nein ósköp til að fá úr henni rífandi afl. Sex gíra beinskipti gírkassinn sem við hana er tengd er svo góður að algjör unaður verður að aka bílnum. Ökumaður minnist ekki betri beinskiptingar. Bíllinn virðist aldrei erfiða í neinum gír, enda aflið mikið við lágan snúning og efstu tveir gírarnir eru svo háir að verulega hratt þarf að fara til að nota þá. Í raun er aldrei þörf á 6. gírnum nema fyrir ofan löglegan hraða. Því ætti hann að vera frábær á þýskum hraðbrautum og eyða afar litlu í senn. Yndislegt er að aka þessum lipra bíl í borgarumferðinni og hann er eins og lipurt kattardýr er hann fer fyrir hornin. Stýringin er hárnákvæm og bíllinn er allur svo vel uppsettur að furðu vekur. Það er ekki oft sem þýskir bílasmiðir gætu lært af frönskum er kemur að akstureiginleikum, en svei mér þá ef það á ekki við með þennan bíl.„Besti bíll sem Peugeot hefur smíðað“Greinarskrifari er á því að Peugeot 308 sé besti bíll sem Peugeot hefur nokkurtíma smíðað. Hann kom svo mikið á óvart fyrir gæði, frábæra akstureignleika og flotta hönnun að það var langt í frá gaman að afhenda lyklana af honum aftur við lok reynsluaksturs. Reyndar er Peugeot 208 einnig mjög góður akstursbíll, en 308 er bara einfaldlega betri. Peugeot er afar vel búinn bíll og leit að því sem ökumaður saknar í bílnum, þó helst enn betra hljóðkerfis. Leit er að því sem fer í taugar ökumanns, en þó verður að nefna að handbremsa hans er rafræn og fer ekki af fyrr en stigið er á eldsneytisgjöfina í annað sinn og vill það tefja för. Fá má Peugeot 308 með 5 vélargerðum, 92 og 116 hestafla dísilvélum og 82, 125 og 156 hestafla bensínvélum. Öflugri dísilvélin var í reynsluakstursbílnum og full ástæða er til að mæla með þeim kosti og grunur leikur á að hún verði mest fyrir valinu hérlendis sem annarsstaðar. Hún er í einu orði sagt frábær. Ódýrasta gerð Peugeot 308 kostar 3.360.000 kr. með minnstu bensínvélinni en ódýrasta útfærsla með 116 hestafla dísilvélinni er á 3.820.000 kr. Góð kaup þar.Kostir: Aksturseiginleikar, vél, innréttingÓkostir: Rafræn handbremsa fer ekki strax af við inngjöf 1,6 l. dísilvél, 116 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 5,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 95 g/km CO2 Hröðun: 10,2 sek. Hámarkshraði: 195 km/klst Verð: 3.820.000 kr. Umboð: BernhardMeð 420 lítra skottrými.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent