Subaru WRX einnig sem hlaðbakur Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2014 14:01 Subaru WRX "sedan". Autoblog Subaru Impreza WRX er mikið elskaður bíll, enda tiltölulega ódýr spyrnukerra þar á ferð. Ófáum mislíkaði mjög ákvörðun Subaru að framleiða síðustu kynslóð hans aðeins sem „sedan“-bíl, með hefðbundnu skotti. Þykir mörgum fyrra hlaðbakslag (hatchback) hans fallegra og víst er að þannig er hann notadrýgri bíll, með mun meira flutningsrými og stóran afturhlera. Ekki síst þótti ákvörðun Subaru einkennileg í ljósi þess að 50% allra seldra WRX-bíla var með þessu lagi. Bílavefurinn Motoring.com í Ástralíu telur sig nú hafa heimildir fyrir því að Subaru hyggist einnig framleiða nýja bílinn með hlaðbakslagi, líkt og hann hefur oftast fengist. Ástæða þess að Subaru hannaði aðeins „sedan“-lag nýjasta WRX var til þess að spara í hönnunarkostnaði, en Subaru hefur vafalaust fundið það út síðar, sem marga grunaði, að færri kaupendur myndu finnast á bílnum ef hann eingöngu byðist með „sedan“-lagi. Subaru WRX hatchback árgerð 2008. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
Subaru Impreza WRX er mikið elskaður bíll, enda tiltölulega ódýr spyrnukerra þar á ferð. Ófáum mislíkaði mjög ákvörðun Subaru að framleiða síðustu kynslóð hans aðeins sem „sedan“-bíl, með hefðbundnu skotti. Þykir mörgum fyrra hlaðbakslag (hatchback) hans fallegra og víst er að þannig er hann notadrýgri bíll, með mun meira flutningsrými og stóran afturhlera. Ekki síst þótti ákvörðun Subaru einkennileg í ljósi þess að 50% allra seldra WRX-bíla var með þessu lagi. Bílavefurinn Motoring.com í Ástralíu telur sig nú hafa heimildir fyrir því að Subaru hyggist einnig framleiða nýja bílinn með hlaðbakslagi, líkt og hann hefur oftast fengist. Ástæða þess að Subaru hannaði aðeins „sedan“-lag nýjasta WRX var til þess að spara í hönnunarkostnaði, en Subaru hefur vafalaust fundið það út síðar, sem marga grunaði, að færri kaupendur myndu finnast á bílnum ef hann eingöngu byðist með „sedan“-lagi. Subaru WRX hatchback árgerð 2008.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent