Frábær lokahringur tryggði Lexi Thompson sigur á Kraft Nabisco meistaramótinu 7. apríl 2014 10:49 Thompson fagnar titlinum ásamt fjölskyldu og vinum. AP/Vísir Lexi Thompson á eflaust aldrei eftir að gleyma gærdeginum en hún sigraði á sínu fyrsta risamóti, Kraft Nabisco meistaramótinu sem fram fór á Mission Hills í Kaliforníu. Thompson er aðeins 19 ára gömul en þetta er hennar fjórði sigur á LPGA-mótaröðinni og hefur hún á stuttum tíma orðið einn vinsælasti kvenkylfingur heims. Hún lék hringina fjóra á 14 höggum undir pari en Michelle Wie endaði í öðru sæti á 11 höggum undir. Thompson var jöfn Wie fyrir lokahringinn á tíu höggum undir pari en leiðir skildust nánast í byrjun þar sem Thompson fékk þrjá fugla á fyrstu fimm holunum. Michelle Wie lék fyrri níu holurnar á einu höggi yfir pari og munurinn á milli þeirra því fjögur högg þegar að lokahringurinn var hálfnaður. Thomson gerði engin mistök á seinni níu, paraði allar holurnar og endaði hringinn á 68 höggum eða fjórum undir pari. Michelle Wie klóraði í bakkann á seinni níu en það var of seint og hún lék lokahringinn á 71 höggi, einu undir pari og endaði mótið í öðru sæti.Stacy Lewis náði þriðja sætinu með góðum lokahring upp á 69 högg en hún var nánast aldrei í baráttunni um sigurinn. Hér fyrir ofan má sjá Thomson fagna titlinum en hefð er fyrir því á Kraft Nabisco meistaramótinu að sigurvegarinn taki smá sundsprett í tjörninni við lokaholuna. Thompson hafði ríka ástæðu til þess að fagna enda fékk hún rúmlega 35 milljónir króna fyrir sigurinn. Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Lexi Thompson á eflaust aldrei eftir að gleyma gærdeginum en hún sigraði á sínu fyrsta risamóti, Kraft Nabisco meistaramótinu sem fram fór á Mission Hills í Kaliforníu. Thompson er aðeins 19 ára gömul en þetta er hennar fjórði sigur á LPGA-mótaröðinni og hefur hún á stuttum tíma orðið einn vinsælasti kvenkylfingur heims. Hún lék hringina fjóra á 14 höggum undir pari en Michelle Wie endaði í öðru sæti á 11 höggum undir. Thompson var jöfn Wie fyrir lokahringinn á tíu höggum undir pari en leiðir skildust nánast í byrjun þar sem Thompson fékk þrjá fugla á fyrstu fimm holunum. Michelle Wie lék fyrri níu holurnar á einu höggi yfir pari og munurinn á milli þeirra því fjögur högg þegar að lokahringurinn var hálfnaður. Thomson gerði engin mistök á seinni níu, paraði allar holurnar og endaði hringinn á 68 höggum eða fjórum undir pari. Michelle Wie klóraði í bakkann á seinni níu en það var of seint og hún lék lokahringinn á 71 höggi, einu undir pari og endaði mótið í öðru sæti.Stacy Lewis náði þriðja sætinu með góðum lokahring upp á 69 högg en hún var nánast aldrei í baráttunni um sigurinn. Hér fyrir ofan má sjá Thomson fagna titlinum en hefð er fyrir því á Kraft Nabisco meistaramótinu að sigurvegarinn taki smá sundsprett í tjörninni við lokaholuna. Thompson hafði ríka ástæðu til þess að fagna enda fékk hún rúmlega 35 milljónir króna fyrir sigurinn.
Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira