Jones vippaði ofan í fyrir sigri af 40 metra færi | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2014 09:19 Matt Jones verður með á Masters. Vísir/Getty Ástralinn Matt Jones vann ótrúlegan sigur á Shell Houston Open-mótinu í golfi í nótt sem er hluti af PGA-mótaröðinni en tvö af höggum tímabilsins færðu honum sigurinn. Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar var í forystunni fyrir síðustu tvær holurnar en hann var þá 16 höggum undir pari. Jones var í ráshóp á undan Kuchar og var 14 höggum undir pari fyrir 18. holuna. Þar setti hann niður stórkostlegt 15 metra pútt fyrir fugli og lauk leik á 273 höggum eða 15 höggum undir pari. Kuchar var enn með eins höggs forystu fyrir 18. holuna og þurfti aðeins að fara hana á pari til að vinna mótið. Kuchar sló annað höggið á 18. braut í vatnstorfæru og fékk á sig eitt högg í víti. Hann endaði með að setja niður pútt fyrir skolla og þessi tveggja högga sveifla þýddi að Jones og Kuchar fóru í bráðabana um sigurinn. Það þurfti aðeins eina holu í bráðabananum því Jones toppaði 15 metra púttið sitt og setti niður 40 metra vipp inn á flöt fyrir sigri á mótinu auk þess sem hann fékk keppnisrétt á Masters-mótinu í fyrsta skipti.Sergio Garcia frá Spáni, sem var í forystu eftir fyrstu tvo dagana, endaði í þriðja sæti.Draumapútt Jones: Vippað fyrir sigri Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástralinn Matt Jones vann ótrúlegan sigur á Shell Houston Open-mótinu í golfi í nótt sem er hluti af PGA-mótaröðinni en tvö af höggum tímabilsins færðu honum sigurinn. Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar var í forystunni fyrir síðustu tvær holurnar en hann var þá 16 höggum undir pari. Jones var í ráshóp á undan Kuchar og var 14 höggum undir pari fyrir 18. holuna. Þar setti hann niður stórkostlegt 15 metra pútt fyrir fugli og lauk leik á 273 höggum eða 15 höggum undir pari. Kuchar var enn með eins höggs forystu fyrir 18. holuna og þurfti aðeins að fara hana á pari til að vinna mótið. Kuchar sló annað höggið á 18. braut í vatnstorfæru og fékk á sig eitt högg í víti. Hann endaði með að setja niður pútt fyrir skolla og þessi tveggja högga sveifla þýddi að Jones og Kuchar fóru í bráðabana um sigurinn. Það þurfti aðeins eina holu í bráðabananum því Jones toppaði 15 metra púttið sitt og setti niður 40 metra vipp inn á flöt fyrir sigri á mótinu auk þess sem hann fékk keppnisrétt á Masters-mótinu í fyrsta skipti.Sergio Garcia frá Spáni, sem var í forystu eftir fyrstu tvo dagana, endaði í þriðja sæti.Draumapútt Jones: Vippað fyrir sigri
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira