Handbolti

Strákarnir komust ekki á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Magnússon er þjálfari U-20 liðs Íslands.
Gunnar Magnússon er þjálfari U-20 liðs Íslands. Vísir/Vilhelm
Ísland tapaði í dag fyrir Makedóníu, 21-15, í lokaleik sínum í undankeppni EM sem fór fram ytra.

Eftir ágæta byrjun komst Makedónía yfir og leiddi í hálfleik, 11-8. Ísland skoraði svo aðeins tvö mörk á fyrstu átján mínútum síðari hálfleiks og náði því ekki að ógna forystu heimamanna.

Liðið vann Ítalíu í gær en tapaði fyrir Grikklandi á föstudaginn. Strákarnir sátu því eftir í þriðja sæti riðilsins en Makedónía og Grikkland komust áfram.

U-16 lið Íslands keppti á æfingamóti í Póllandi um helgina en tapaði öllum sínum leikjum með litlum mun. Liðið heldur næst til Þýskalands og leikur tvo æfingaleiki gegn unglingaliði Füchse Berlin.

U-18 lið Íslands lék svo þrjá æfingaleiki gegn Dönum ytra. Okkar strákar unnu einn leik en töpuðu tveimur - þar af þeim síðasta í dag, 31-26.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×