Hraðaheimsmet á sláttutraktor Finnur Thorlacius skrifar 3. apríl 2014 09:32 Mörg eru undarlegu heimsmetin og eitt þeirra var sett um daginn á Spáni er sláttutraktor frá Honda náði 187 km/klst meðalhraða á 100 metra kafla sem mældur var. Þurfti traktorinn reyndar að fara í báðar áttir til að heimsmet væri skráð og meðalhraði beggja ferða gildir sem metið. Fyrra metið var með þessu slegið hressilega, en það var 141 km/klst. Það met var sett í Top Gear þáttunum í minnisstæðum þætti. Sláttutraktorinn sem nú á metið er með 1.000 cc V-twin mótorhjólavél úr Honda VTR Firestorm mótorhjóli og er hann 109 hestöfl. Til samanburðar eru nú fjórar gerðir Honda slátturtraktora til sölu hjá Bernhard, söluaðila Honda á Íslandi, og eru þeir 11-20 hestöfl. Sláttutraktorinn öflugi er aðeins 4 sekúndur í hundraðið. Gírskiptingar fara fram með takka í stýri. Sérhönnuð fjöðrun er á gripnum og undir honum eru ATV hraðakstursdekk. Þessi traktor er samt enn fær um að slá gras eins og honum var upphaflega ætlað og það gerir hann á 25 km hraða, helmingi hraðar en hefðbundinn slíkur traktor. Sjá má þennan öfluga sláttutraktor setja metið á Spáni í myndskeiðinu. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent
Mörg eru undarlegu heimsmetin og eitt þeirra var sett um daginn á Spáni er sláttutraktor frá Honda náði 187 km/klst meðalhraða á 100 metra kafla sem mældur var. Þurfti traktorinn reyndar að fara í báðar áttir til að heimsmet væri skráð og meðalhraði beggja ferða gildir sem metið. Fyrra metið var með þessu slegið hressilega, en það var 141 km/klst. Það met var sett í Top Gear þáttunum í minnisstæðum þætti. Sláttutraktorinn sem nú á metið er með 1.000 cc V-twin mótorhjólavél úr Honda VTR Firestorm mótorhjóli og er hann 109 hestöfl. Til samanburðar eru nú fjórar gerðir Honda slátturtraktora til sölu hjá Bernhard, söluaðila Honda á Íslandi, og eru þeir 11-20 hestöfl. Sláttutraktorinn öflugi er aðeins 4 sekúndur í hundraðið. Gírskiptingar fara fram með takka í stýri. Sérhönnuð fjöðrun er á gripnum og undir honum eru ATV hraðakstursdekk. Þessi traktor er samt enn fær um að slá gras eins og honum var upphaflega ætlað og það gerir hann á 25 km hraða, helmingi hraðar en hefðbundinn slíkur traktor. Sjá má þennan öfluga sláttutraktor setja metið á Spáni í myndskeiðinu.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent