„Leikmennirnir spiluðu mjög vel og við erum svo ánægðir en það var svolítið svekkjandi að fá á sig mark þarna í endan,“ sagði DavidMoyes, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir 1-1 jafnteflið gegn Bayern München í Meistaradeildinni í kvöld.
„Við ætluðum okkur svo sannarlega að standa okkur. Strákarnir áttuðu sig á að þeir voru að spila við virkilega gott lið. Við vitum að við verðum að skora mark í seinni leiknum. Við verðum að gera eitthvað í því en við erum allavega í séns,“ sagði Moyes.
Fyrirliðinn Nemanja Vidic skoraði mark Manchester United í leiknum með skalla eftir hornspyrnu Wayne Rooney.
„Þetta var erfiður leikur. Við vorum í góðum málum í 1-0 en okkur var refsað fyrir ein mistök,“ sagði Serbinn sem á von á erfiðari leik í Þýskalandi.
„Þeir munu vera mikið með boltann á sínum heimavelli þannig við verðum að halda skipulagi. Ég tel okkur geta sært þá,“ sagði Nemanja Vidic.

