Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2014 21:15 Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. Í þættinum „Um land allt” í kvöld fjallaði hann um fjárfestingar sínar í bænum en brot úr þættinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Frá skíðasvæðinu á Siglufirði. Uppbygging skíðasvæðis er hluti af verkefnum sem Róbert kostar.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Við sögðum í gær frá veitingastöðum og nýju hóteli sem Róbert er og hefur verið að byggja. Hann leggur jafnframt verulega fjármuni í afþreyingu eins og skíðasvæði Siglfirðinga og nýjan golfvöll. Spurður um hversu mikið hann sé að fjárfesta í ferðaþjónustu á Siglufirði svarar Róbert að það séu samtals um 2.300 milljónir króna. Róbert er að einnig að byggja upp líftæknifyrirtækið Genís með öðrum en það vinnur að þróun fæðubótarefna og lyfja, eins og beinfyllingarefnis. Frá árinu 2005 segir hann að búið sé leggja um 940 milljónir króna í Genís. Þá hefur Róbert verið stórtækur í fasteignakaupum á Siglufirði og keypti nýlega gömlu síldarverksmiðjurnar. Hann kannar nú þann möguleika að nýta hluta húsnæðisins undir klóríð-alkalí verksmiðju, sem framleiðir sóta, sýru og klór; efni sem þarf vegna líftækniframleiðslu Genís.Litríku húsin næst, sem og stóru mannvirkin fjær, eru nú í eigu Róberts Guðfinnssonar.Mynd/Jón Steinar Ragnarsson.Róbert heyrir það reglulega að hann sé bara að skila til baka kvótagróðanum úr Þormóði ramma en hann seldi hlut sinn í fyrirtækinu fyrir tæpum áratug. Hann svarar því til að hann hafi farið með 114 milljónir króna úr Ramma en segir það duga skammt í það sem hann sé að gera núna á Siglufirði. Róbert greindi nánar frá verkefnum sínum í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Haldið verður áfram að fjalla um Róbert og Siglufjörð í næsta þætti eftir viku. Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. Í þættinum „Um land allt” í kvöld fjallaði hann um fjárfestingar sínar í bænum en brot úr þættinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Frá skíðasvæðinu á Siglufirði. Uppbygging skíðasvæðis er hluti af verkefnum sem Róbert kostar.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Við sögðum í gær frá veitingastöðum og nýju hóteli sem Róbert er og hefur verið að byggja. Hann leggur jafnframt verulega fjármuni í afþreyingu eins og skíðasvæði Siglfirðinga og nýjan golfvöll. Spurður um hversu mikið hann sé að fjárfesta í ferðaþjónustu á Siglufirði svarar Róbert að það séu samtals um 2.300 milljónir króna. Róbert er að einnig að byggja upp líftæknifyrirtækið Genís með öðrum en það vinnur að þróun fæðubótarefna og lyfja, eins og beinfyllingarefnis. Frá árinu 2005 segir hann að búið sé leggja um 940 milljónir króna í Genís. Þá hefur Róbert verið stórtækur í fasteignakaupum á Siglufirði og keypti nýlega gömlu síldarverksmiðjurnar. Hann kannar nú þann möguleika að nýta hluta húsnæðisins undir klóríð-alkalí verksmiðju, sem framleiðir sóta, sýru og klór; efni sem þarf vegna líftækniframleiðslu Genís.Litríku húsin næst, sem og stóru mannvirkin fjær, eru nú í eigu Róberts Guðfinnssonar.Mynd/Jón Steinar Ragnarsson.Róbert heyrir það reglulega að hann sé bara að skila til baka kvótagróðanum úr Þormóði ramma en hann seldi hlut sinn í fyrirtækinu fyrir tæpum áratug. Hann svarar því til að hann hafi farið með 114 milljónir króna úr Ramma en segir það duga skammt í það sem hann sé að gera núna á Siglufirði. Róbert greindi nánar frá verkefnum sínum í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Haldið verður áfram að fjalla um Róbert og Siglufjörð í næsta þætti eftir viku.
Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent