Handbolti

Guðjón Valur og Róbert í liði umferðarinnar | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk fyrir Kiel.
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk fyrir Kiel. Vísir/Getty
Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson, landsliðsmenn í handbolta, voru báðir valdir í lið umferðarinnar í Meistaradeildinni eftir seinni leikina í 16 liða úrslitum keppninnar.

Vinstri hornamaðurinn Guðjón Valur skoraði fimm mörk fyrir Þýskalandsmeistara Kiel sem unnu úkraínska liðið Motor Zaporozhye, 40-28, á heimavelli og samanlagt, 71-56.

Línumaðurinn Róbert Gunnarsson gerði enn betur og skoraði sjö mörk fyrir Paris Saint-Germain sem valtaði yfir Gorenje Velenje frá Slóveníu í París, 34-25, en franska liðið vann samanlagt, 62-55.

Tveir lærisveinar GuðmundarGuðmundssonar í Rhein-Neckar Löwen eru í liðinu eftir sigurinn frábæra á pólska liðinu Kielce í gærkvöldi en það eru markvörðurinn NiclasLandin og hægri hornamaðurinn PatrickGroetzki.

Aðrir í liðinu eru serbneska vinstri skyttan MomirIlic, leikmaður ungverska liðsins Veszprém, PavelAtman, leikstjórnandi Metalurg, og AlexDujshebaev, hægri skytta Vardar Skopje og sonur TalantsDujshebaevs.

Myndbrot með tilþrifum allra leikmannanna má sjá hér.

Svo er hægt að fara inn á Facebook-síðu Meistaradeildarinnar í handbolta og kjósa um hver var leikmaður umferðarinnar.


Tengdar fréttir

Rannsókn hafin á Dujshebaev

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, staðfestir á heimasíðu sinni í dag að dómstóll sambandsins muni taka mál Talant Dujshebaev fyrir.

Guðmundur: Verðum að hafa einbeitinguna í lagi

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, hefur lagt mikla áherslu á að hans menn mæti vel undirbúnir fyrir leik liðsins gegn Emsdetten í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Forseti Kielce: Við munum verja okkur

Ekkert virðist marka meinta afsökunarbeiðni sem forráðamönnum Rhein-Neckar Löwen á að hafa borist eftir leik liðsins gegn Kielce um helgina.

Dujshebaev fékk sekt en slapp við leikbann

Handknattleiksþjálfarinn Talant Dujshebaev var ekki dæmdur í leikbann fyrir að kýla Guðmund Þórð Guðmundsson. Aganefnd EHF úrskurðaði í málinu í dag.

Guðmundur náði fram hefndum gegn Dujshebaev

Lið Guðmundar Guðmundssonar tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistararadeildarinnar er liðið vann fjögurra marka sigur, 27-23, á Kielce í seinni leik liðanna. Kielce vann fyrri leikinn, 32-28, og Löwen fer því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×