Handbolti

Ljón Guðmundar mæta Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslendingaliðin fjögur drógust ekki saman í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Stórleikur umferðarinnar verður viðureign Rhein-Neckar Löwen, lið Guðmundar Guðmundssonar, og stórliðs Barcelona. Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigurmannsson leika með Löwen sem sló Kielce úr leik í gærkvöldi.

Guðmundur er einn fárra þjálfara sem hefur farið með lið sitt til Barcelona og unnið en það gerði hann með Löwen í riðlakeppni Meistaradeildarinnar árið 2010.

Skopje, höfuðborg Makedóníu, átti tvö lið í pottinum í dag og mæta þau bæði Íslendingaliðum frá Þýskalandi.

Kiel mætir Metalurg Skopje en Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel og Aron Pálmarsson leikur með liðinu. Flensburg, lið Ólafs Gústafssonar, leikur svo gegn Vardar Skopje.

Að síðustu mætir franska liðið PSG Handball, sem Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson leika með, liði Veszprem frá Ungverjalandi.

Fyrri leikirnir fara fram dagana 16.-20. apríl og þeir síðari frá 23. til 27. apríl. Sigurliðin fjögur komast svo áfram í lokakeppnina sem fer að venju fram í Köln í Þýskalandi í maí.

8-liða úrslitin:

Rhein-Neckar Löwen - Barcelona

Flensburg - Vardar Skopje

Metalurg Skopje - Kiel

PSG Handball - Veszprem


Tengdar fréttir

Sex íslensk mörk í sigri Kiel

Kiel er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir stórsigur á heimavelli á HC Motor Zaporozhye.

Kolding úr leik

Danska liðið Kolding, sem Aron Kristjánsson stjórnar, féll úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap gegn Metalurg.

Guðmundur náði fram hefndum gegn Dujshebaev

Lið Guðmundar Guðmundssonar tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistararadeildarinnar er liðið vann fjögurra marka sigur, 27-23, á Kielce í seinni leik liðanna. Kielce vann fyrri leikinn, 32-28, og Löwen fer því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×