Handbolti

Mögnuð stemning eftir að Löwen komst áfram | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Rhein-Neckar Löwen fögnuðu sigrinum á pólska liðinu Kielce vel og innilega á heimavelli sínum í gær.

Löwen tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með fjögurra marka sigri, 27-23. Kielce vann fyrri leikinn á heimavelli með sama mun en ljón Guðmundar Guðmundssonar komust áfram á útivallamarkareglunni.

Niklas Landin átti stórleik í marki Löwen og þeir Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigurmannsson voru sömuleiðis afar öflugir. Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi fögnuðu leikmenn Löwen með stuðningsmönnum liðsins eftir leik.

Sigurinn var ekki síður sætur fyrir Guðmund sem hafði verið mikið í fréttum fyrir leikinn eftir að Talant Dujshebaev, þjálfari Kielce, veittist að honum eftir fyrri leik liðanna í Póllandi.

Dujshebaev hafði þó hægt um sig á blaðamannafundinum eftir leikinn í gær. „Þetta var hörkuleikur tveggja sterkra liða. Ég er ánægður með mitt lið þrátt fyrir að við duttum úr leik. Niklas Landin gerði gæfumuninn í dag,“ sagði Dujshebaev.

Samantekt úr leiknum má sjá hér.


Tengdar fréttir

Guðmundur náði fram hefndum gegn Dujshebaev

Lið Guðmundar Guðmundssonar tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistararadeildarinnar er liðið vann fjögurra marka sigur, 27-23, á Kielce í seinni leik liðanna. Kielce vann fyrri leikinn, 32-28, og Löwen fer því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×