Götumerkingar sem lýsa í myrkri Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2014 15:00 Ökumenn þurfa ekki að efast um hvort þeir séu rétt staðsettir á vegi ef vegmerkingarnar lýsa í myrkri. Jalopnik Það myndi sannarlega auðvelda ökumönnum aksturinn ef allar götulínur lýstu í myrkri. Það fannst að minnsta verkfræðingum í Hollandi sem hófu að þróa þennan draum og fundu lausnina. Í málninguna, sem notuð er á þeim eina vegi sem enn er svona búinn, settu þeir sjálflýsandi agnir sem safna í sig ljósi á daginn og lýsa fyrir vikið á nóttunni. Fyrsti tilraunavegur uppfinningamannanna, við bæinn Oss í Hollandi, er aðeins 500 metra langur. Fólk sem séð hefur segir að það sé eins og að vera staddur í einhverju ævintýri að aka þennan veg í myrkri. Eftir bjartan dag lýsa agnirnar í fulla 8 klukkutíma. Þrátt fyrir að fyrstu prufanir á þessum sjálflýsandi ögnum lofi afar góðu eru áform um frekari notkun þeirra ekki ljós, en vonandi er þessi lausn ekki það dýr að hún muni ekki dreifast út hratt. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent
Það myndi sannarlega auðvelda ökumönnum aksturinn ef allar götulínur lýstu í myrkri. Það fannst að minnsta verkfræðingum í Hollandi sem hófu að þróa þennan draum og fundu lausnina. Í málninguna, sem notuð er á þeim eina vegi sem enn er svona búinn, settu þeir sjálflýsandi agnir sem safna í sig ljósi á daginn og lýsa fyrir vikið á nóttunni. Fyrsti tilraunavegur uppfinningamannanna, við bæinn Oss í Hollandi, er aðeins 500 metra langur. Fólk sem séð hefur segir að það sé eins og að vera staddur í einhverju ævintýri að aka þennan veg í myrkri. Eftir bjartan dag lýsa agnirnar í fulla 8 klukkutíma. Þrátt fyrir að fyrstu prufanir á þessum sjálflýsandi ögnum lofi afar góðu eru áform um frekari notkun þeirra ekki ljós, en vonandi er þessi lausn ekki það dýr að hún muni ekki dreifast út hratt.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent