Golf

Komst ekki í gegnum niðurskurðinn í fyrsta skipti síðan 1997

Mickelson á Augusta í gær.
Mickelson á Augusta í gær. vísir/getty
Nokkrir hákarlar komust ekki í gegnum niðurskurðinn á Masters í gær og kemur mest á óvart að Phil Mickelson sé úr leik.

Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1997 sem Mickelson kemst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann hóf mótið með besta árangur allra kylfinga í mótinu en hann hafði endað á topp tíu í tólf af síðustu fimmtán mótum. Þess utan hafði hann unnið þrisvar.

Hann lék á 73 höggum í gær og var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn að þessu sinni.

"Þetta var allt í lagi hringur. Ég spilaði hvorki vel né illa. Fuglarnir komu samt ekki," sagði Mickelson eftir hringinn í gær.

Hann mun nú fylgjast með lokadögunum úr sófanum. Mickelson gengur undir viðurnefninu Lefty og það er einmitt annar örvhentur kylfingur, Bubba Watson, sem leiðir mótið.

"Það væri mátuleg refsing fyrir mig ef hann myndi vinna."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×