Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2014 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í gær. Verðlaunin er veitt til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu og náð hefur árangri á markaði.
Uppgangur Meniga á síðustu árum hefur verið hraður en fyrirtækið er markaðsleiðandi í Evrópu á sviði heimilisfjármálahugbúnaðar í gegnum netbanka og með viðskiptavini í fjórtán löndum.
Meniga var stofnað snemma árs 2009 en í dag starfa um 80 starfsmenn hjá fyrirtækinu í þremur löndum. Hugbúnaður Meniga nær til um 15 milljón netbankanotenda. Velta fyrirtækisins var um 700 milljónir á síðasta ári og stefnir þetta unga fyrirtæki yfir milljarð á þessu ári.
Rætt er við Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóra Meniga í myndbandinu hér að ofan.
Meniga stefnir yfir milljarð í ár
Tengdar fréttir

Tuttugu prósent nota vef Meniga
Meniga fékk á Nýsköpunarþingi í gærmorgun Nýsköpunarverðlaun Íslands 2014. Meniga er leiðandi í Evrópu á sviði heimilisfjármálahugbúnaðar, með sautján viðskiptavini í fjórtán löndum.