Upp skíðabrekku á kappakstursbíl Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2014 08:45 Jon Olsson er þekktur meðal bílaáhugmanna auk þess að vera margverðlaunaður Freestyle skíðamaður. Hann hefur í seinni tíð skapað sér frægð fyrir akstur hinna ýmsu gæðabíla á snævi þöktu undirlagi í heimlandi sínu, Svíþjóð. Hann hefur við þær aðstæður aðallega ekið Audi og Lamborghini bílum og einhverra hluta vegna er hann þá ávallt með Red Bull derhúfu. Hér í þessu myndskeiði ekur hann hinsvegar Rebellion R2K bíl sem er 600 hestöfl upp skíðabrekku, en það er harla óvenjulegt að sjá slíkan kappakstursbíl glíma við snjó, hvað þó að fara upp skíðabrekku. Honum gengur það reyndar ágætlega enda brautin vel þjöppuð og bíllinn á grófum vetrardekkjum. Það eru líklega aldrei leiðinlegir dagar hjá hinum sænska Jon Olsson. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent
Jon Olsson er þekktur meðal bílaáhugmanna auk þess að vera margverðlaunaður Freestyle skíðamaður. Hann hefur í seinni tíð skapað sér frægð fyrir akstur hinna ýmsu gæðabíla á snævi þöktu undirlagi í heimlandi sínu, Svíþjóð. Hann hefur við þær aðstæður aðallega ekið Audi og Lamborghini bílum og einhverra hluta vegna er hann þá ávallt með Red Bull derhúfu. Hér í þessu myndskeiði ekur hann hinsvegar Rebellion R2K bíl sem er 600 hestöfl upp skíðabrekku, en það er harla óvenjulegt að sjá slíkan kappakstursbíl glíma við snjó, hvað þó að fara upp skíðabrekku. Honum gengur það reyndar ágætlega enda brautin vel þjöppuð og bíllinn á grófum vetrardekkjum. Það eru líklega aldrei leiðinlegir dagar hjá hinum sænska Jon Olsson.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent