Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Akureyri 21-21 | Haukar eru deildarmeistarar Guðmundur Marinó Ingvarsson á Ásvöllum skrifar 10. apríl 2014 12:03 Matthías Árni Ingimarsson lyftir bikarnum í kvöld. Vísir/valli Haukar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Olís deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið rétt náði jafntefli 21-21 gegn Akureyri á heimavelli. Elías Már Halldórsson jafnaði metin átta sekúndum fyrir leikslok. Stigið gæti einnig reynst Akureyri dýrmætt því liðið getur komist hjá umspili vinni liðið HK á heimavelli í síðustu umferðinni og FH vinni ÍR á sama tíma í leik sem skiptir miklu máli því FH á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn í Schenker höllinni að Ásvöllum verður ekki minnst fyrir skemmtileg tilþrif eða fallegan handbolta. Leikurinn var allt annað en fallegur á að horfa nema mögulega fyrir þá sem vilja aðeins sjá góðan varnarleik. Haukar náðu sér aldrei á strik í sókninni og virkuðu hálf máttlausir nánast allan leikinn sóknarlega. Vörn Akureyri var góð og Jovan Kukobat öflugur í markinu. Vörn Hauka var sterk gegn vængbrotnum og slökum sóknarleik gestanna en markverðir liðsins náðu sér engan vegin á strik eins og fjögur skot varin gefa til kynna. Valþór Atli Guðrúnarson meiddist fyrir leikinn og munaði mikið um hann í sókn Akureyrar. Adam Haukur Baumruk var einnig meiddur og söknuðu Haukar hans einnig, sérstaklega þar sem Sigurbergur Sveinsson náði sér ekki á strik. Þrátt fyrir litla markvörslu og lélega sókn voru Haukar með leikinn í hendi sér þegar tíu mínútur voru til leikslok. Liðið var þremur mörkum yfir og fátt sem benti til annars en að liðið myndi tryggja sér deildarmeistarartitilinn með sigri. Akureyri lék þá sinn besta leikkafla síðustu tíu mínúturnar og komst yfir þegar þrjár mínútur voru eftir. Haukar skoruðu eina markið til viðbótar í leiknum og dugði það liðinu til að landa deildarmeistaratitlinum og komast hjá hreinum úrslitaleik gegn ÍBV í lokaumferðinni. Elías: Lélegur leikur af okkar hálfu„Fyrst þessi leikur þurfti að vera svona var ágætt að tryggja þetta með svona marki en þessi leikur var alls ekki nógu góður, það verður að viðurkennast,“ sagði Elías Már Halldórsson sem tryggði Haukum deildarmeistaratitilinn með síðasta marki leiksins í kvöld. „Við æfðum mjög vel vikunni og það var hrikalega gott tempó þannig að þetta kom mér mjög á óvart. Við létum hann verja svaðalega frá okkur í byrjun og vorum í vandræðum með að koma okkur í færi. „Þetta var ströggl allan tímann og Akureyri að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þetta var bara lélegur leikur af okkar hálfu. „Varnarleikurinn hjá Akureyri var góður á meðan sóknin hjá okkur var léleg. Það er hættulegt í þessari deild. Við náðum aldrei takti,“ sagði Elías en samt voru Haukar í góðri stöðu þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. „Það er týpískt fyrir þennan leik. Svo missum við það út úr höndunum og þegar maður er að spila illa þá maður ekkert gott skilið. Við náðum samt að snúa þessu okkur í vil og klára þetta með jafntefli. „Mér fannst við spila á löngum köflum ágætis vörn en fáum fáa bolta varða og erum í vandræðum í sókninni. Við fáum eiginlega engin hraðaupphlaup og það er ekki góð uppskrift að sigri. „Við þurfum að spila betur en þetta. Við erum ekkert það góðir að við getum komið 40% og unnið leikina þannig. Það er ekki hægt. Við þurfum að spila á 100 ef við ætlum að klára þessa leiki,“ sagði Elías Már. Heimir Örn: Frábær vörn í síðustu leikjum„Við spiluðum það góða vörn að þetta leit mjög ljótt út fyrir þá, það er ekki spurning,“ sagði Heimir Örn Árnason þjálfari Akureyrar eftir leikinn í kvöld. „Sóknarleikurinn okkar var erfiður. Við erum búnir að missa marga menn út en ég var mjög ánægður með lokakaflann hjá t.d. Sissa (Sigþóri Heimissyni) og Jóni Heiðari (Sigurðssyni). Þeir stigu flott upp. „Varnarleikurinn var frábær allan tímann og menn börðust eins og ljón. „Það er hræðilegt að klára ekki þennan leik. Við vorum með þetta í höndunum í lokin en stigið var mikilvægt. Við erum búnir að spila svona vörn í síðustu þremur, fjórum leikjum fyrir utan þennan bíbb hálfleik gegn Fram,“ sagði Heimir en Akureyri þarf að vinna HK í síðustu umferðinni á mánudag og treysta á að FH leggi ÍR að velli á sama tíma til að forðast umspil um sæti í deildinni á næsta tímabili. „HK er sýnd veiði en ekki gefin og hefur spilað vel í síðustu leikjum en ef menn mæta klárir þá eigum við að klára svoleiðis leik. „Það verður fullur fókus fyrir þann leik á mánudaginn og svo treystum við á okkar menn í Hafnarfirðinum að spila eins og menn. Þá náum við vonandi ÍR-ingum. „Það er hrikalega gott að ná þremur stigum úr Hafnarfirðinum í þessum tveimur skemmtilegu bílferðum. Þá erum við hrikalega sáttir. Ég er greinilega svona góður bílstjóri, er búinn að keyra fram og til baka. „Við vissum að Haukar myndu mæta af fullum krafti. Þeir eru alltaf sterkir varnarlega en detta niður á lágt plan sóknarlega. Við vissum það. „Serbneski markmaðurinn okkar var flottur (Jovan Kukobat). Hann varði eins og skepna. Ekta Serbi að verja aðeins í lokin. Ég er mjög ánægður með hann. Hann er búinn að vera mjög góður í allan vetur,“ sagði Heimir. Árni Steinn: Súrsæt tilfinning„Þetta var athyglisvert. Það var hálfgerð deyfð yfir þessu sem er ótrúlegt í hálfgerðum úrslitaleik fyrir okkur,“ sagði Árni Steinn Steinþórsson hægri skytta Hauka. „Við settum þetta upp sem úrslitaleik en náðum samt aldrei að kreysta út þessa baráttu og kraft sem hefur einkennt okkur í vetur, sérstaklega sóknarlega. „Við vorum hægir og ragir og þetta var alls ekki nógu gott fyrir framan allt þetta fólk. Þetta er súrsæt tilfinning. En við tökum deildarmeistaratitllinum. Nú er bara einn titill eftir,“ sagði Árni Steinn en Haukar hafa landa öllum titlunum sem í boði hafa verið til þessa í vetur. Haukar mæta ÍBV í lokaumferðinni á mánudagskvöldið og segir Árni Steinn það geta verið hættulegt að koma inn í þann leik með hálfum huga þó að engu sé að keppa. „Þetta er skrýtinn leikur fyrir bæði lið en ef þú ert eitthvað að passa þig þá eru meiri líkur á að þú meiðist. Við verðum að mæta 100% í leikinn eins og hvern annan og þó úrslitin séu ekki aðalatriðið þá er mikilvægt að koma af skriði inn í úrslitakeppnina. Olís-deild karla Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Haukar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Olís deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið rétt náði jafntefli 21-21 gegn Akureyri á heimavelli. Elías Már Halldórsson jafnaði metin átta sekúndum fyrir leikslok. Stigið gæti einnig reynst Akureyri dýrmætt því liðið getur komist hjá umspili vinni liðið HK á heimavelli í síðustu umferðinni og FH vinni ÍR á sama tíma í leik sem skiptir miklu máli því FH á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn í Schenker höllinni að Ásvöllum verður ekki minnst fyrir skemmtileg tilþrif eða fallegan handbolta. Leikurinn var allt annað en fallegur á að horfa nema mögulega fyrir þá sem vilja aðeins sjá góðan varnarleik. Haukar náðu sér aldrei á strik í sókninni og virkuðu hálf máttlausir nánast allan leikinn sóknarlega. Vörn Akureyri var góð og Jovan Kukobat öflugur í markinu. Vörn Hauka var sterk gegn vængbrotnum og slökum sóknarleik gestanna en markverðir liðsins náðu sér engan vegin á strik eins og fjögur skot varin gefa til kynna. Valþór Atli Guðrúnarson meiddist fyrir leikinn og munaði mikið um hann í sókn Akureyrar. Adam Haukur Baumruk var einnig meiddur og söknuðu Haukar hans einnig, sérstaklega þar sem Sigurbergur Sveinsson náði sér ekki á strik. Þrátt fyrir litla markvörslu og lélega sókn voru Haukar með leikinn í hendi sér þegar tíu mínútur voru til leikslok. Liðið var þremur mörkum yfir og fátt sem benti til annars en að liðið myndi tryggja sér deildarmeistarartitilinn með sigri. Akureyri lék þá sinn besta leikkafla síðustu tíu mínúturnar og komst yfir þegar þrjár mínútur voru eftir. Haukar skoruðu eina markið til viðbótar í leiknum og dugði það liðinu til að landa deildarmeistaratitlinum og komast hjá hreinum úrslitaleik gegn ÍBV í lokaumferðinni. Elías: Lélegur leikur af okkar hálfu„Fyrst þessi leikur þurfti að vera svona var ágætt að tryggja þetta með svona marki en þessi leikur var alls ekki nógu góður, það verður að viðurkennast,“ sagði Elías Már Halldórsson sem tryggði Haukum deildarmeistaratitilinn með síðasta marki leiksins í kvöld. „Við æfðum mjög vel vikunni og það var hrikalega gott tempó þannig að þetta kom mér mjög á óvart. Við létum hann verja svaðalega frá okkur í byrjun og vorum í vandræðum með að koma okkur í færi. „Þetta var ströggl allan tímann og Akureyri að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þetta var bara lélegur leikur af okkar hálfu. „Varnarleikurinn hjá Akureyri var góður á meðan sóknin hjá okkur var léleg. Það er hættulegt í þessari deild. Við náðum aldrei takti,“ sagði Elías en samt voru Haukar í góðri stöðu þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. „Það er týpískt fyrir þennan leik. Svo missum við það út úr höndunum og þegar maður er að spila illa þá maður ekkert gott skilið. Við náðum samt að snúa þessu okkur í vil og klára þetta með jafntefli. „Mér fannst við spila á löngum köflum ágætis vörn en fáum fáa bolta varða og erum í vandræðum í sókninni. Við fáum eiginlega engin hraðaupphlaup og það er ekki góð uppskrift að sigri. „Við þurfum að spila betur en þetta. Við erum ekkert það góðir að við getum komið 40% og unnið leikina þannig. Það er ekki hægt. Við þurfum að spila á 100 ef við ætlum að klára þessa leiki,“ sagði Elías Már. Heimir Örn: Frábær vörn í síðustu leikjum„Við spiluðum það góða vörn að þetta leit mjög ljótt út fyrir þá, það er ekki spurning,“ sagði Heimir Örn Árnason þjálfari Akureyrar eftir leikinn í kvöld. „Sóknarleikurinn okkar var erfiður. Við erum búnir að missa marga menn út en ég var mjög ánægður með lokakaflann hjá t.d. Sissa (Sigþóri Heimissyni) og Jóni Heiðari (Sigurðssyni). Þeir stigu flott upp. „Varnarleikurinn var frábær allan tímann og menn börðust eins og ljón. „Það er hræðilegt að klára ekki þennan leik. Við vorum með þetta í höndunum í lokin en stigið var mikilvægt. Við erum búnir að spila svona vörn í síðustu þremur, fjórum leikjum fyrir utan þennan bíbb hálfleik gegn Fram,“ sagði Heimir en Akureyri þarf að vinna HK í síðustu umferðinni á mánudag og treysta á að FH leggi ÍR að velli á sama tíma til að forðast umspil um sæti í deildinni á næsta tímabili. „HK er sýnd veiði en ekki gefin og hefur spilað vel í síðustu leikjum en ef menn mæta klárir þá eigum við að klára svoleiðis leik. „Það verður fullur fókus fyrir þann leik á mánudaginn og svo treystum við á okkar menn í Hafnarfirðinum að spila eins og menn. Þá náum við vonandi ÍR-ingum. „Það er hrikalega gott að ná þremur stigum úr Hafnarfirðinum í þessum tveimur skemmtilegu bílferðum. Þá erum við hrikalega sáttir. Ég er greinilega svona góður bílstjóri, er búinn að keyra fram og til baka. „Við vissum að Haukar myndu mæta af fullum krafti. Þeir eru alltaf sterkir varnarlega en detta niður á lágt plan sóknarlega. Við vissum það. „Serbneski markmaðurinn okkar var flottur (Jovan Kukobat). Hann varði eins og skepna. Ekta Serbi að verja aðeins í lokin. Ég er mjög ánægður með hann. Hann er búinn að vera mjög góður í allan vetur,“ sagði Heimir. Árni Steinn: Súrsæt tilfinning„Þetta var athyglisvert. Það var hálfgerð deyfð yfir þessu sem er ótrúlegt í hálfgerðum úrslitaleik fyrir okkur,“ sagði Árni Steinn Steinþórsson hægri skytta Hauka. „Við settum þetta upp sem úrslitaleik en náðum samt aldrei að kreysta út þessa baráttu og kraft sem hefur einkennt okkur í vetur, sérstaklega sóknarlega. „Við vorum hægir og ragir og þetta var alls ekki nógu gott fyrir framan allt þetta fólk. Þetta er súrsæt tilfinning. En við tökum deildarmeistaratitllinum. Nú er bara einn titill eftir,“ sagði Árni Steinn en Haukar hafa landa öllum titlunum sem í boði hafa verið til þessa í vetur. Haukar mæta ÍBV í lokaumferðinni á mánudagskvöldið og segir Árni Steinn það geta verið hættulegt að koma inn í þann leik með hálfum huga þó að engu sé að keppa. „Þetta er skrýtinn leikur fyrir bæði lið en ef þú ert eitthvað að passa þig þá eru meiri líkur á að þú meiðist. Við verðum að mæta 100% í leikinn eins og hvern annan og þó úrslitin séu ekki aðalatriðið þá er mikilvægt að koma af skriði inn í úrslitakeppnina.
Olís-deild karla Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira