Kristinn Jónsson lék allan leikinn fyrir Brommapojkarna þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Djurgården á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Erton Fejzullahu skoraði tvö mörk fyrir Djugården undir lok fyrri hálfleiks, en Brommapojkarna jafnaði í seinni hálfleik með mörkum frá Gabriel Petrovic og Jacob Une Larsson. Það var síðan Aleksandar Prijovic sem skoraði sigurmark Djurgården á 83. mínútu.

