Of fá hótelrými á HM í Brasilíu Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2014 16:40 Gestir á HM í sumar hafa ekki úr mörgum hótelrýmum að velja. Nú fer verulega að styttast í HM í fótbolta í Brasilíu og ýmsar áhyggjur hafa vaknað vegna skipulagningar mótsins, meðal annars vegna þess að sumir leikvangarnir sem leikið verður á eru ekki tilbúnir. Þó ættu stærstu áhyggjur gesta sem hyggjast sækja mótið að snúa að hótelrými og þá sérstaklega í borginni Ríó. Búist er við 600.000 erlendum gestum á mótið og að helmingur þeirra muni koma til Ríó. Ekki eru þó nema 55.400 gistirými á hótelum í borginni. Því hugsa margir húsnæðiseigendur í Ríó sér gott til glóðarinnar og hyggjast leigja íbúðir sínar á uppsprengdu verði. Það sem verra er að margar af þessum íbúðum sem í boði verða eru í fátækrahverfum borgarinnar svo ekki er von á góðu fyrir þá sem bíta á agn eigenda þeirra. Leiguverð á þessum íbúðum er hátt í 2.000 dollara á meðan mótinu stendur, eða 220.000 kr. Leiguverð íbúða í betri hverfum Ríó munu hinsvegar kosta um 300 dollara á dag, eða 33.600 kr. Íbúar fátækrahverfanna eru nú um 1,4 milljón talsins. Þar er glæpatíðni mjög há og því má öryggisgæsla á meðan á mótinu stendur verða mjög góð svo koma megi í veg fyrir að gestum verði ekki hætta búin. Aðrir benda á að umtöluð hætta þar sé orðum aukin þó svo ekki sé ráðlagt að fara á ákveðna staði þar að kveldi. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nú fer verulega að styttast í HM í fótbolta í Brasilíu og ýmsar áhyggjur hafa vaknað vegna skipulagningar mótsins, meðal annars vegna þess að sumir leikvangarnir sem leikið verður á eru ekki tilbúnir. Þó ættu stærstu áhyggjur gesta sem hyggjast sækja mótið að snúa að hótelrými og þá sérstaklega í borginni Ríó. Búist er við 600.000 erlendum gestum á mótið og að helmingur þeirra muni koma til Ríó. Ekki eru þó nema 55.400 gistirými á hótelum í borginni. Því hugsa margir húsnæðiseigendur í Ríó sér gott til glóðarinnar og hyggjast leigja íbúðir sínar á uppsprengdu verði. Það sem verra er að margar af þessum íbúðum sem í boði verða eru í fátækrahverfum borgarinnar svo ekki er von á góðu fyrir þá sem bíta á agn eigenda þeirra. Leiguverð á þessum íbúðum er hátt í 2.000 dollara á meðan mótinu stendur, eða 220.000 kr. Leiguverð íbúða í betri hverfum Ríó munu hinsvegar kosta um 300 dollara á dag, eða 33.600 kr. Íbúar fátækrahverfanna eru nú um 1,4 milljón talsins. Þar er glæpatíðni mjög há og því má öryggisgæsla á meðan á mótinu stendur verða mjög góð svo koma megi í veg fyrir að gestum verði ekki hætta búin. Aðrir benda á að umtöluð hætta þar sé orðum aukin þó svo ekki sé ráðlagt að fara á ákveðna staði þar að kveldi.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira