Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 28-24 | Öruggur Valssigur Ingvi Þór Sæmundsson í Vodafone-höllinni skrifar 24. apríl 2014 13:10 Geir Guðmundsson sækir að marki í dag. Vísir/daníel Valsmenn gáfu stuðningsmönnum sínum heldur betur góða sumargjöf, en bæði karla- og kvennalið félagsins unnu sigra á ÍBV í Vodafone höllinni í dag. Kvennalið Vals vann 21-17 og sami munur var í leik karlaliðanna. Valsmenn unnu öruggan sigur 28-24 og jöfnuðu þar með metin í einvíginu við ÍBV. Eyjamenn höfðu frumkvæðið framan af leik og voru jafnan fyrri til að skora. Um miðjan fyrri hálfleik fór Hlynur Morthens, markvörður Vals, hins vegar að verja allt hvað af tók og við það náðu heimamenn betri tökum á leiknum. Sóknarleikurinn fór að ganga betur og á sama tíma dalaði markvarsla Eyjamanna. Valsmenn skoruðu þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni úr 9-9 í 12-9, en það var mesti munur sem var á liðunum í fyrri hálfleik. Eyjamenn áttu ágætis endasprett og náðu að minnka muninn í eitt mark, 14-13, en Atli Már Báruson sem sá til þess að munurinn á liðunum væri tvö mörk í leikhléi þegar hann skoraði lokamark fyrri hálfleiks með glæsilegu skoti langt fyrir utan punktalínu. Það var fátt um varnir í upphafi seinni hálfleiks og liðin skoruðu að vild. Hlynur hélt þó áfram að verja á meðan markvarslan hjá ÍBV var lítil sem engin. Eftir um 40 mínútna leik fékk Sindri Haraldsson, leikmaður ÍBV, sína þriðju brottvísun eftir að hafa farið í andlitið í Elvari Friðrikssyni. Brotthvarf Sindra var vatn á myllu Valsmanna, en hann hafði átt góðan leik fyrir ÍBV og skorað fjögur mörk úr fjórum skotum. Hvort brotthvarf Sindra hafði úrslitaáhrif eða ekki skal ósagt látið, en Valsmenn bættu hægt og sígandi við forskot sitt og náðu mest sjö marka forystu, 26-19. Eyjamenn náðu þó að laga stöðuna og þegar uppi var staðið skildu fjögur mörk liðin að. Lokatölur urðu 28-24, Val í vil. Valsliðið spilaði flottan leik og holningin á liðinu var góð. Hlynur varði vel, eins og áður sagði, og í sókninni fékk Valur framlag frá mörgum leikmönnum. Finnur Ingi Stefánsson og Geir Guðmundsson voru atkvæðamestir Valsmanna með sex mörk hvor og þá átti Atli Már góðan leik, en hann spilaði bæði fyrir utan og inni á línunni í dag og skilaði báðum hlutverkunum með sóma. Fátt var um fína drætti hjá gestunum úr Eyjum. Markvarslan var undir pari sem og varnarleikurinn og þá var sóknarleikurinn ráðleysislegur, sérstaklega á kafla í seinni hálfleik þar sem liðið skoraði ekki mark í átta mínútur. Miklu munaði um frammistöðu Róberts Arons Hostert, sem skoraði tíu mörk í fyrsta leik liðanna, en hann var fjarri sínu besta í leiknum í dag og skoraði aðeins eitt mark. Hann þarf að spila betur ætli ÍBV að vinna næsta leik liðanna sem fer fram í Vestmannaeyjum á sunnudaginn kemur kl. 18:00.Ólafur Stefánsson: Eiginlega allir að skila sínu Valsmenn jöfnuðu metin gegn ÍBV í undanúrslitaeinvígi liðanna með 28-24 sigri á heimavelli í dag. En hvað var Ólafur Stefánsson, þjálfari liðsins, ánægðastur með í leik hans manna? "Allt bara, stemmninguna og hausinn. Og líka að ná að höndla þessa pressu sem fylgir því að spila í úrslitakeppni. Ég var ánægður með að mínir menn framkvæmdu hlutina af öryggi og þetta leit aðeins betur út en í fyrsta leiknum." Eyjamenn höfðu frumkvæðið í upphafi leiks, en um miðjan fyrri hálfleik hóf Hlynur Morthens, markvörður heimamanna, að verja eins og berserkur og við það náðu Valsmenn betri tökum á leiknum. "Það munur auðvitað alltaf um varða bolta. Hlynur tók sín skot og kannski aðeins meira en það. Það var auðvitað einn þátturinn í þessu, en heilt yfir voru allir að taka þátt. Það voru eiginlega allir að skila sínu." Valsmönnum gekk betur að eiga við Róbert Aron Hostert, leikmann ÍBV, í dag en í síðasta leik. "Við vorum aðeins aggresívari á hann - þegar hann komst framhjá einum, þá kom annar í staðinn. Við gerðum það betur í dag. Það er erfitt að eiga við hann einn á einn."Arnar Pétursson: Verðum fyrst og fremst að líta á okkur sjálfa. Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, var að vonum óánægður eftir fjögurra marka tap hans manna í dag. "Það var ýmislegt sem fór úrskeiðis. Við vorum ekki alveg mættir í upphafi leiks eins og við verðum að vera til að eiga einhvern séns. Valsmennirnir voru líka ferskir og grimmir og unnu þetta nokkuð sannfærandi í dag." "Hlynur var okkur erfiður í dag, en ég held að það hafi verið, af því að mér fannst, við aldrei vera meira en 80% í leiknum. Mér fannst, ef ég á að vera hreinskilinn, Valsmenn taka leikinn yfir. Hlynur varði vel í markinu og var okkur vissulega erfiður og það var kannski ákveðinn vendipunktur í leiknum, en við verðum fyrst og fremst að líta á okkur sjálfa." "Mér finnst við eiga mikið inni fyrir næsta leik. Við eigum helling inni og ef við ætlum okkur eitthvað í þessu einvígi, þá verðum við að sækja hart fram og vera 100% einbeittir." Olís-deild karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Valsmenn gáfu stuðningsmönnum sínum heldur betur góða sumargjöf, en bæði karla- og kvennalið félagsins unnu sigra á ÍBV í Vodafone höllinni í dag. Kvennalið Vals vann 21-17 og sami munur var í leik karlaliðanna. Valsmenn unnu öruggan sigur 28-24 og jöfnuðu þar með metin í einvíginu við ÍBV. Eyjamenn höfðu frumkvæðið framan af leik og voru jafnan fyrri til að skora. Um miðjan fyrri hálfleik fór Hlynur Morthens, markvörður Vals, hins vegar að verja allt hvað af tók og við það náðu heimamenn betri tökum á leiknum. Sóknarleikurinn fór að ganga betur og á sama tíma dalaði markvarsla Eyjamanna. Valsmenn skoruðu þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni úr 9-9 í 12-9, en það var mesti munur sem var á liðunum í fyrri hálfleik. Eyjamenn áttu ágætis endasprett og náðu að minnka muninn í eitt mark, 14-13, en Atli Már Báruson sem sá til þess að munurinn á liðunum væri tvö mörk í leikhléi þegar hann skoraði lokamark fyrri hálfleiks með glæsilegu skoti langt fyrir utan punktalínu. Það var fátt um varnir í upphafi seinni hálfleiks og liðin skoruðu að vild. Hlynur hélt þó áfram að verja á meðan markvarslan hjá ÍBV var lítil sem engin. Eftir um 40 mínútna leik fékk Sindri Haraldsson, leikmaður ÍBV, sína þriðju brottvísun eftir að hafa farið í andlitið í Elvari Friðrikssyni. Brotthvarf Sindra var vatn á myllu Valsmanna, en hann hafði átt góðan leik fyrir ÍBV og skorað fjögur mörk úr fjórum skotum. Hvort brotthvarf Sindra hafði úrslitaáhrif eða ekki skal ósagt látið, en Valsmenn bættu hægt og sígandi við forskot sitt og náðu mest sjö marka forystu, 26-19. Eyjamenn náðu þó að laga stöðuna og þegar uppi var staðið skildu fjögur mörk liðin að. Lokatölur urðu 28-24, Val í vil. Valsliðið spilaði flottan leik og holningin á liðinu var góð. Hlynur varði vel, eins og áður sagði, og í sókninni fékk Valur framlag frá mörgum leikmönnum. Finnur Ingi Stefánsson og Geir Guðmundsson voru atkvæðamestir Valsmanna með sex mörk hvor og þá átti Atli Már góðan leik, en hann spilaði bæði fyrir utan og inni á línunni í dag og skilaði báðum hlutverkunum með sóma. Fátt var um fína drætti hjá gestunum úr Eyjum. Markvarslan var undir pari sem og varnarleikurinn og þá var sóknarleikurinn ráðleysislegur, sérstaklega á kafla í seinni hálfleik þar sem liðið skoraði ekki mark í átta mínútur. Miklu munaði um frammistöðu Róberts Arons Hostert, sem skoraði tíu mörk í fyrsta leik liðanna, en hann var fjarri sínu besta í leiknum í dag og skoraði aðeins eitt mark. Hann þarf að spila betur ætli ÍBV að vinna næsta leik liðanna sem fer fram í Vestmannaeyjum á sunnudaginn kemur kl. 18:00.Ólafur Stefánsson: Eiginlega allir að skila sínu Valsmenn jöfnuðu metin gegn ÍBV í undanúrslitaeinvígi liðanna með 28-24 sigri á heimavelli í dag. En hvað var Ólafur Stefánsson, þjálfari liðsins, ánægðastur með í leik hans manna? "Allt bara, stemmninguna og hausinn. Og líka að ná að höndla þessa pressu sem fylgir því að spila í úrslitakeppni. Ég var ánægður með að mínir menn framkvæmdu hlutina af öryggi og þetta leit aðeins betur út en í fyrsta leiknum." Eyjamenn höfðu frumkvæðið í upphafi leiks, en um miðjan fyrri hálfleik hóf Hlynur Morthens, markvörður heimamanna, að verja eins og berserkur og við það náðu Valsmenn betri tökum á leiknum. "Það munur auðvitað alltaf um varða bolta. Hlynur tók sín skot og kannski aðeins meira en það. Það var auðvitað einn þátturinn í þessu, en heilt yfir voru allir að taka þátt. Það voru eiginlega allir að skila sínu." Valsmönnum gekk betur að eiga við Róbert Aron Hostert, leikmann ÍBV, í dag en í síðasta leik. "Við vorum aðeins aggresívari á hann - þegar hann komst framhjá einum, þá kom annar í staðinn. Við gerðum það betur í dag. Það er erfitt að eiga við hann einn á einn."Arnar Pétursson: Verðum fyrst og fremst að líta á okkur sjálfa. Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, var að vonum óánægður eftir fjögurra marka tap hans manna í dag. "Það var ýmislegt sem fór úrskeiðis. Við vorum ekki alveg mættir í upphafi leiks eins og við verðum að vera til að eiga einhvern séns. Valsmennirnir voru líka ferskir og grimmir og unnu þetta nokkuð sannfærandi í dag." "Hlynur var okkur erfiður í dag, en ég held að það hafi verið, af því að mér fannst, við aldrei vera meira en 80% í leiknum. Mér fannst, ef ég á að vera hreinskilinn, Valsmenn taka leikinn yfir. Hlynur varði vel í markinu og var okkur vissulega erfiður og það var kannski ákveðinn vendipunktur í leiknum, en við verðum fyrst og fremst að líta á okkur sjálfa." "Mér finnst við eiga mikið inni fyrir næsta leik. Við eigum helling inni og ef við ætlum okkur eitthvað í þessu einvígi, þá verðum við að sækja hart fram og vera 100% einbeittir."
Olís-deild karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira