Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 25-32 | Stórsigur FH-inga Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni skrifar 22. apríl 2014 14:19 Úr leik liðanna í kvöld. Vísir/stefán FH vann stórsigur, 25-32, á deildar- og bikarmeisturum Hauka í Schenkerhöllinni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla. FH-ingar spiluðu einn sinn besta leik í vetur, ef ekki þann besta, og unnu sanngjarnan sigur á Haukaliði sem átti slakan dag. Þetta var fimmti leikur liðanna í vetur, en þetta var í fyrsta sinn sem FH hefur betur. Ekki veit ég hvort það voru páskarnir sem fóru illa í Haukamenn eða hvað, en deildar- og bikarmeistarnir mættu a.m.k. ekki tilbúnir til leiks. Þeir komust reyndar í 1-0, en það var í eina skiptið í leiknum sem þeir höfðu forystuna. Gestirnir úr Fimleikafélaginu voru hins vegar vel stemmdir og það sást strax að leikmenn liðsins voru tilbúnir í verkefnið. Varnarleikur FH-inga var sterkur og þeir voru duglegir að keyra í bakið á heimamönnum, en alls skoraði FH fimm hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik. FH komst fimm mörkum yfir eftir 16 mínútna leik, en þá kom ágætis kafli hjá heimamönnum og þeir náðu að minnka muninn í tvö mörk, 8-10, þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá tóku gestirnir aftur við sér, skoruðu fjögur mörk í röð og komust mest sex mörkum yfir, 9-15, en Haukar náðu að minnka muninn í fjögur mörk áður en hálfleiksflautan gall. Staðan var 12-16 þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Haukar gátu þakkað Einari Ólafi Vilmundarsyni fyrir að staða þeirra var ekki verri, en hann varði vel í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Hauka gekk mun betur í upphafi seinni hálfleiks, en hann hafði gert í þeim fyrri. Þeir náðu tvisvar sinnum að minnka muninn í tvö mörk, en eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik skildu leiðir að nýju. FH-ingar juku forskot sitt jafnt og þétt, en mestur var munurinn á liðunum níu mörk, 23-32. Haukar skoruðu hins vegar tvö síðustu mörk leiksins og lokatölur urðu því 25-32, FH í vil. FH-ingar voru sterkari á öllum sviðum handboltans. Vörnin var sterk og fyrir aftan hana varði Ágúst Elí Björgvinsson vel. Sóknarleikurinn gekk sömuleiðis ljómandi vel, en honum stýrði Ásbjörn Friðriksson af myndarbrag. Hann var markahæstur FH-inga með átta mörk ásamt Ragnari Jóhannssyni sem átti afbragðs góðan leik sem og þeir Sigurður Ágústsson og Ísak Rafnsson. Haukarnir spiluðu hins vegar einn sinn slakasta leik í vetur, en liðið var á köflum óþekkjanlegt frá því liði sem spilaði svo vel í deildarkeppninni. Haukar búa hins vegar yfir hæfileikum og reynslu til að koma til baka eftir svona stórtap, en það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir koma stemmdir til leiks á fimmtudaginn þegar liðin mætast næst. Það er allavega ljóst að þeir verða að spila betur en þeir gerðu í kvöld.Patrekur: Þetta var ekki það sem við höfum verið að sýna í veturPatrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var að vonum svekktur með spilamennsku sinna manna í leiknum, en hvað fannst honum helst fara úrskeiðis? "Það var mjög margt. FH-ingarnir voru mun beittari eins og þeir hafa verið eftir að Kristján (Arason) kom inn í þetta. Þegar þeir hóuðu í hann, þá fá þeir svona nýtt blóð og við vissum að þeir myndu nýta sér það. Úrslitakeppnin er ný keppni og þeir voru bara klárari en við í dag og við þurfum að bæta okkur á öllum sviðum." "Við náðum svona köflum og köflum, en þetta var ekki það sem við höfum verið að sýna í vetur - engan veginn." Sóknarleikur FH gekk vel, en vörn Hauka var lítil fyrirstaða fyrir sóknarmenn FH í leiknum. "Það var í raun sama hvað. Menn voru að tapa mikið einn á einn, hvort sem það voru Ragnar (Jóhannsson) eða Ísak (Rafnsson) sem komust of nálægt. Og svo vorum við ekki nógu þéttir. Eins og við höfum verið að spila góða vörn í vetur, þá var þetta ekki nægjanlega gott í dag. Markvarslan var upp og ofan, þokkaleg þannig séð." "FH-ingarnir voru bara betri en við, en þetta er ekki bikarkeppni heldur úrslitakeppni og það þarf að vinna þrjá leiki. En við þurfum að sýna allt annan leik á fimmtudaginn." "Ég stend með mínum mönnum alveg út í gegn og veit hvað við getum, en auðvitað er maður pínu svekktur með að við höfum ekki náð að spila okkar besta leik."Einar Andri: Við héldum alltaf áframFH-ingar spiluðu mjög vel í leiknum, en var þetta besti leikur FH í vetur? "Já, þetta er allavega með þeim betri," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir leikinn. "Þetta var allavega okkar besti leikur á móti Haukum í vetur. Við spiluðum vel í 60 mínútur. Við höfum náð góðum köflum gegn þeim, en þetta var mjög heilsteyptur leikur." Vörn FH var sterk og þeir voru duglegir að keyra í bakið á Haukum. Var það eitthvað sem var lagt upp fyrir leikinn? "Já, klárlega. Við lögðum upp með að ná 6-0 vörninni í gang og við vissum að ef við myndum ná henni í gang, þá erum við hættulegir fram á við. Við skoruðum mörg mörk í fyrri hálfleik úr hraðaupphlaupum og það var það sem við vildum." Haukar náðu að minnka muninn í tvö mörk, 18-20, en þá skildu leiðir að nýju. "Ég vil hrósa strákunum fyrir karakter. Það hefði verið auðvelt að brotna, en við héldum alltaf áfram og héldum vörninni allan tímann og Ágúst varði vel í markinu."vísir/stefánvísir/stefán Olís-deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
FH vann stórsigur, 25-32, á deildar- og bikarmeisturum Hauka í Schenkerhöllinni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla. FH-ingar spiluðu einn sinn besta leik í vetur, ef ekki þann besta, og unnu sanngjarnan sigur á Haukaliði sem átti slakan dag. Þetta var fimmti leikur liðanna í vetur, en þetta var í fyrsta sinn sem FH hefur betur. Ekki veit ég hvort það voru páskarnir sem fóru illa í Haukamenn eða hvað, en deildar- og bikarmeistarnir mættu a.m.k. ekki tilbúnir til leiks. Þeir komust reyndar í 1-0, en það var í eina skiptið í leiknum sem þeir höfðu forystuna. Gestirnir úr Fimleikafélaginu voru hins vegar vel stemmdir og það sást strax að leikmenn liðsins voru tilbúnir í verkefnið. Varnarleikur FH-inga var sterkur og þeir voru duglegir að keyra í bakið á heimamönnum, en alls skoraði FH fimm hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik. FH komst fimm mörkum yfir eftir 16 mínútna leik, en þá kom ágætis kafli hjá heimamönnum og þeir náðu að minnka muninn í tvö mörk, 8-10, þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá tóku gestirnir aftur við sér, skoruðu fjögur mörk í röð og komust mest sex mörkum yfir, 9-15, en Haukar náðu að minnka muninn í fjögur mörk áður en hálfleiksflautan gall. Staðan var 12-16 þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Haukar gátu þakkað Einari Ólafi Vilmundarsyni fyrir að staða þeirra var ekki verri, en hann varði vel í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Hauka gekk mun betur í upphafi seinni hálfleiks, en hann hafði gert í þeim fyrri. Þeir náðu tvisvar sinnum að minnka muninn í tvö mörk, en eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik skildu leiðir að nýju. FH-ingar juku forskot sitt jafnt og þétt, en mestur var munurinn á liðunum níu mörk, 23-32. Haukar skoruðu hins vegar tvö síðustu mörk leiksins og lokatölur urðu því 25-32, FH í vil. FH-ingar voru sterkari á öllum sviðum handboltans. Vörnin var sterk og fyrir aftan hana varði Ágúst Elí Björgvinsson vel. Sóknarleikurinn gekk sömuleiðis ljómandi vel, en honum stýrði Ásbjörn Friðriksson af myndarbrag. Hann var markahæstur FH-inga með átta mörk ásamt Ragnari Jóhannssyni sem átti afbragðs góðan leik sem og þeir Sigurður Ágústsson og Ísak Rafnsson. Haukarnir spiluðu hins vegar einn sinn slakasta leik í vetur, en liðið var á köflum óþekkjanlegt frá því liði sem spilaði svo vel í deildarkeppninni. Haukar búa hins vegar yfir hæfileikum og reynslu til að koma til baka eftir svona stórtap, en það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir koma stemmdir til leiks á fimmtudaginn þegar liðin mætast næst. Það er allavega ljóst að þeir verða að spila betur en þeir gerðu í kvöld.Patrekur: Þetta var ekki það sem við höfum verið að sýna í veturPatrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var að vonum svekktur með spilamennsku sinna manna í leiknum, en hvað fannst honum helst fara úrskeiðis? "Það var mjög margt. FH-ingarnir voru mun beittari eins og þeir hafa verið eftir að Kristján (Arason) kom inn í þetta. Þegar þeir hóuðu í hann, þá fá þeir svona nýtt blóð og við vissum að þeir myndu nýta sér það. Úrslitakeppnin er ný keppni og þeir voru bara klárari en við í dag og við þurfum að bæta okkur á öllum sviðum." "Við náðum svona köflum og köflum, en þetta var ekki það sem við höfum verið að sýna í vetur - engan veginn." Sóknarleikur FH gekk vel, en vörn Hauka var lítil fyrirstaða fyrir sóknarmenn FH í leiknum. "Það var í raun sama hvað. Menn voru að tapa mikið einn á einn, hvort sem það voru Ragnar (Jóhannsson) eða Ísak (Rafnsson) sem komust of nálægt. Og svo vorum við ekki nógu þéttir. Eins og við höfum verið að spila góða vörn í vetur, þá var þetta ekki nægjanlega gott í dag. Markvarslan var upp og ofan, þokkaleg þannig séð." "FH-ingarnir voru bara betri en við, en þetta er ekki bikarkeppni heldur úrslitakeppni og það þarf að vinna þrjá leiki. En við þurfum að sýna allt annan leik á fimmtudaginn." "Ég stend með mínum mönnum alveg út í gegn og veit hvað við getum, en auðvitað er maður pínu svekktur með að við höfum ekki náð að spila okkar besta leik."Einar Andri: Við héldum alltaf áframFH-ingar spiluðu mjög vel í leiknum, en var þetta besti leikur FH í vetur? "Já, þetta er allavega með þeim betri," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir leikinn. "Þetta var allavega okkar besti leikur á móti Haukum í vetur. Við spiluðum vel í 60 mínútur. Við höfum náð góðum köflum gegn þeim, en þetta var mjög heilsteyptur leikur." Vörn FH var sterk og þeir voru duglegir að keyra í bakið á Haukum. Var það eitthvað sem var lagt upp fyrir leikinn? "Já, klárlega. Við lögðum upp með að ná 6-0 vörninni í gang og við vissum að ef við myndum ná henni í gang, þá erum við hættulegir fram á við. Við skoruðum mörg mörk í fyrri hálfleik úr hraðaupphlaupum og það var það sem við vildum." Haukar náðu að minnka muninn í tvö mörk, 18-20, en þá skildu leiðir að nýju. "Ég vil hrósa strákunum fyrir karakter. Það hefði verið auðvelt að brotna, en við héldum alltaf áfram og héldum vörninni allan tímann og Ágúst varði vel í markinu."vísir/stefánvísir/stefán
Olís-deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira