BT: Ólafur á leið til Nordsjælland Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2014 06:52 Vísir/Daníel Danska blaðið BT staðhæfir að danska úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland eigi í viðræðum við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks. Í gærkvöldi var greint frá því að Ólafur væri á leið til Danmerkur og BT segir að Nordsjælland vilji ráða hann til starfa og ætli honum hlutverk í forystu félagsins. Samkvæmt frétt BT mun félagið hafa átt í viðræðum við Ólaf í nokkurn tíma og að gengið verði frá ráðningu hans í náinni framtíð. Upphaflega var vilji félagsins til að ráða Ólaf í sjö manna þjálfarateymi félagsins en fari svo að núverandi þjálfari, Kasper Hjulmand, fari frá félaginu kemur hann til greina sem nýr aðalþjálfari liðsins. Hjulmand hefur verið sterklega orðaður við hollenska liðið Heerenveen síðustu vikur en þjálfari liðsins, Marco van Basten, hættir þar störfum í lok tímabilsins og tekur við AZ Alkmaar. Ólafur þekkir vel til Nordsjælland og er sagður góður vinur Hjulmand. Ólafur var fenginn til að aðstoða liðið við undirbúning fyrir leiki þess í Meistaradeild Evrópu í fyrra og var sérfræðingur Nordsjælland um Juventus frá Ítalíu. BT segir að Hjulmand hafi klásúlu í sínum samningi sem geri honum heimilt að fara frítt frá Nordsjælland til erlends félags en því neita reyndar forráðamenn félagsins. Ólafur er 45 ára gamall og þekkir vel til í Danmörku. Hann lék með AGF frá 1997 til 2000 og var aðstoðarþjálfari hjá liðinu í tvö ár. Hann hefur stýrt Breiðablik frá árinu 2006 og gerði liðið að bikarmeistara árið 2009 og Íslandsmeistara ári síðar. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Van Basten verður þjálfari Arons Marco van Basten verður næsti þjálfari AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni en hann yfirgefur Heerenveen í lok núverandi tímabils. 18. apríl 2014 15:51 Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56 Ólafur Kristjánsson hættir með Blika Óvænt tíðindi úr Kópavogi. 21. apríl 2014 22:15 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Danska blaðið BT staðhæfir að danska úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland eigi í viðræðum við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks. Í gærkvöldi var greint frá því að Ólafur væri á leið til Danmerkur og BT segir að Nordsjælland vilji ráða hann til starfa og ætli honum hlutverk í forystu félagsins. Samkvæmt frétt BT mun félagið hafa átt í viðræðum við Ólaf í nokkurn tíma og að gengið verði frá ráðningu hans í náinni framtíð. Upphaflega var vilji félagsins til að ráða Ólaf í sjö manna þjálfarateymi félagsins en fari svo að núverandi þjálfari, Kasper Hjulmand, fari frá félaginu kemur hann til greina sem nýr aðalþjálfari liðsins. Hjulmand hefur verið sterklega orðaður við hollenska liðið Heerenveen síðustu vikur en þjálfari liðsins, Marco van Basten, hættir þar störfum í lok tímabilsins og tekur við AZ Alkmaar. Ólafur þekkir vel til Nordsjælland og er sagður góður vinur Hjulmand. Ólafur var fenginn til að aðstoða liðið við undirbúning fyrir leiki þess í Meistaradeild Evrópu í fyrra og var sérfræðingur Nordsjælland um Juventus frá Ítalíu. BT segir að Hjulmand hafi klásúlu í sínum samningi sem geri honum heimilt að fara frítt frá Nordsjælland til erlends félags en því neita reyndar forráðamenn félagsins. Ólafur er 45 ára gamall og þekkir vel til í Danmörku. Hann lék með AGF frá 1997 til 2000 og var aðstoðarþjálfari hjá liðinu í tvö ár. Hann hefur stýrt Breiðablik frá árinu 2006 og gerði liðið að bikarmeistara árið 2009 og Íslandsmeistara ári síðar.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Van Basten verður þjálfari Arons Marco van Basten verður næsti þjálfari AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni en hann yfirgefur Heerenveen í lok núverandi tímabils. 18. apríl 2014 15:51 Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56 Ólafur Kristjánsson hættir með Blika Óvænt tíðindi úr Kópavogi. 21. apríl 2014 22:15 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Van Basten verður þjálfari Arons Marco van Basten verður næsti þjálfari AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni en hann yfirgefur Heerenveen í lok núverandi tímabils. 18. apríl 2014 15:51
Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn