Handbolti

Gunnar Steinn og félagar töpuðu með einu marki á heimavelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Steinn Jónsson er hér lengst til hægri.
Gunnar Steinn Jónsson er hér lengst til hægri. Vísir/Getty
Gunnar Steinn Jónsson og félagar í HBC Nantes töpuðu með einu marki í Frakklandsslag við Montpellier, 25-26, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum EHF-bikars karla.

Gunnar Steinn skoraði eitt mark í leiknum en markahæsti leikmaður liðsins var Nicolas Claire með 7 mörk en þeir Valero Rivera Folch og Nicolas Tournat skoruðu fimm mörk hvor.

Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Montpellier um næstu helgi en það sem hefur betur tryggir sér sæti á úrslitahelginni sem fer fram á heimavelli Füchse Berlin.

Þýska liðið SG Flensburg-Handewitt vann tveggja marka sigur á HC Vardar frá Skopje, 24-22, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Danirnir voru að venju í aðalhlutverki hjá Flensburg en danska liðið var 13-14 undir í hálfleik.

Anders Eggert var markahæstur með sex mörk, Lasse Svan Hansen skoraði fimm og þeir Thomas  Mogensen og Holger Glandorf voru með fjögur mörk hvor. Króatinn Igor Karacic skoraði 9 mörk fyrir Vardar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×