Landsliðsmarkvörðurinn Guðný Jenný Ásmundsdóttir mun ekki leika meira með liði Vals í vetur vegna meiðsla.
Þetta staðfesti Stefán Arnarson, þjálfari Vals, við Morgunblaðið í gær. Hún tognaði á ökkla fyrir þriðja leik Vals og ÍBV í gær.
Valur vann þann leik og leiðir einvígið 2-1. Fjórði leikurinn fer fram í Eyjum.
Valsstúlkur eru svo lánsamar að geta leitað til fyrrum landsliðsmarkvarðarins Berglindar Írisar Hansdóttur en hún var mætt í gær og skilaði af sér 50 prósent markvörslu.
Berglind Íris klárar tímabilið með Val

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 24-19 | Valur í kjörstöðu
Valur er komið í góða stöðu í undanúrslitareinvíginu gegn ÍBV, en Valsstúlkur unnu þriðja leik liðanna nú í dag, 24-19.