Handbolti

Strákarnir hans Erlings byrjuðu undanúrslitin ekki vel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erlingur Richardsson var áður þjálfari HK.
Erlingur Richardsson var áður þjálfari HK. Vísir/Vilhelm
Erlingur Richardsson og lærisveinar hans í SG Westwien eru komnir 0-1 undir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Fivers Margareten í úrslitakeppni austurríska handboltans.

Westwien tapaði með sex marka mun á heimavelli í kvöld, 22-28, og leikmenn Fivers Margareten geta því tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri á heimavelli í næsta leik.

Westwien-liðið var tveimur mörkum yfir, 13-11, þegar tvær mínútur voru til hálfleiks en Fivers Margareten skoraði þrjú síðustu mörk hálfleiksins og leiddi 14-13 í hálfleik.

Fivers Margareten náði síðan fljótlega fjögurra marka forystu og tryggði sér endanlega öruggan sigur með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins.

Austurríski landsliðsmaðurinn Alexander Hermann var markahæstur í liði Westwien með sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×