Golf

Martin Kaymer setti vallarmet á fyrsta degi á Players

Martin Kaymer fór á kostum í gær.
Martin Kaymer fór á kostum í gær. AP/Getty
Þjóðverjinn Martin Kaymer fór á kostum á fyrsta hring Players meistaramótsins sem hófst í gær en þessi 29 ára kylfingur setti vallarmet á hinum sögufræga TPC Sawgrass velli. Kaymer lék á 63 höggum eða níu undir pari og leiðir mótið með tveimur höggum en Bandaríkjamaðurinn Russel Henley er í öðru sæti á sjö höggum undir pari.

Suður-Kóreumaðurinn Sang-Moon Bae kemur er í þriðja sæti á sex höggum undir pari en margir kylfingar eru jafnir í fjórða sæti á fimm undir, meðal annars Sergio Garcia, Lee Westwood, Jordan Spieth og Justin Rose.

Masters meistarinn Bubba Watson hóf mótið líka vel og lék á 69 höggum eða þremur undir pari, einu betur en Rory McIlroy sem kom inn á 70 höggum eða tveimur undir.

Aðstæður til þess að leika golf á TPC Sawgrass voru með besta móti í gær enda gott veður og völlurinn mjög mjúkur. Það voru þó nokkrir kylfingar sem fundu sig alls ekki og meðal þeirra var sigurvegari Wells Fargo mótsins um síðustu helgi, J.B. Holmes. Hann kom inn á 76 höggum eða fjórum yfir pari. Phil Mickelson var lítið betri og lék á þremur yfir.

Sýnt verður beint frá Players meistaramótinu á Golfstöðinni í kvöld og hefst útsending klukkan 17:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×