Tveir nýir á sumarsýningu Öskju Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2014 15:00 Snöggur og fallegur Kia Cee´d GT Það verður sumarstemmning á Krókhálsinum á laugardag en þá mun Bílaumboðið Askja frumsýna tvo spennandi bíla. Þetta eru bílarnir Kia Optima, sem hefur fengið væna andlitslyftingu og hinn sportlegi Kia cee‘d GT. Þá verður ný kynslóð af hinum stóra og stæðilega G-Lander lúxusjeppa einnig frumsýnd. Boðið verður upp á veitingar auk hoppukastala og andlitsmálningu fyrir börnin. Mercedes-Benz G-jeppinn hefur verið framleiddur í 35 ár og hefur eftirspurnin aldrei verið meiri. Á sínum langa ferli hefur hann verið valinn jeppi ársins 25 sinnum af virtum bílablöðum sem er meira en nokkur annar jeppi sem er á markaði. Nokkrar útlitsbreytingar eru á nýju kynslóð jeppans en hann fær að halda sínu klassíska og virðulega útliti. Þær helstu eru þær að ný LED ljós hafa verið sett fyrir neðan aðalljós og speglum hefur verið breytt. Meiri breytingar eru í innanrýminu og þar er að finna endurhannað mælaborð og stýri. Kia cee´d GT er sportútfágan af metsölubíl suður-kóreska bílaframleiðandans Kia cee‘d, sem selst hefur mjög vel hér á landi. Kia Cee‘d GT er sportlegur og aflmikill bíll með 1,6 lítra bensínvél með túrbínu og 204 hestöfl. Togið í Kia cee´d GT er 265 Nm og hann er aðeins 7,7 sekúndur í hundraðið. Þrátt fyrir mikið afl er vélin sparneytin og umhverfismild. Kia cee‘d GT skartar 18 tommu álfelgum, glerþaki, LCD sportmælaborði, Recaro sætum, fótstigum úr áli, LED ljósum, tvöföldu pústkerfi og sportfjöðrun. Nýr Kia Optima hefur fengið þó nokkra andlitslyftingu. Optima er í boði í þremur útfærslum sem eru allar með 1,7 lítra dísilvélum sem skila 136 hestöflum. Hann verður bæði fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur í EX útfærslu og þá verður hann einnig í boði í Premium útgáfu sem er afar vel búinn bíll. Sá er með Panorama þaki, bakkmyndavél, LED ljósum að framan og aftan, 18 tommu álfelgum, LCD mælaborði og leðursætum, svo eitthvað sé nefnt. Að auki verður öll flóra Kia og Mercedes-Benz bíla til sýnis í sumarsýningunni í Öskju kl. 12-16 á laugardag. Boðið verður upp á reynsluakstur á bílum m.a. hinum nýja CLA og þá verða ýmis tilboð á nýjum bílum í tilefni dagsins.Kia Optima er stór fjölskyldubíll Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent
Það verður sumarstemmning á Krókhálsinum á laugardag en þá mun Bílaumboðið Askja frumsýna tvo spennandi bíla. Þetta eru bílarnir Kia Optima, sem hefur fengið væna andlitslyftingu og hinn sportlegi Kia cee‘d GT. Þá verður ný kynslóð af hinum stóra og stæðilega G-Lander lúxusjeppa einnig frumsýnd. Boðið verður upp á veitingar auk hoppukastala og andlitsmálningu fyrir börnin. Mercedes-Benz G-jeppinn hefur verið framleiddur í 35 ár og hefur eftirspurnin aldrei verið meiri. Á sínum langa ferli hefur hann verið valinn jeppi ársins 25 sinnum af virtum bílablöðum sem er meira en nokkur annar jeppi sem er á markaði. Nokkrar útlitsbreytingar eru á nýju kynslóð jeppans en hann fær að halda sínu klassíska og virðulega útliti. Þær helstu eru þær að ný LED ljós hafa verið sett fyrir neðan aðalljós og speglum hefur verið breytt. Meiri breytingar eru í innanrýminu og þar er að finna endurhannað mælaborð og stýri. Kia cee´d GT er sportútfágan af metsölubíl suður-kóreska bílaframleiðandans Kia cee‘d, sem selst hefur mjög vel hér á landi. Kia Cee‘d GT er sportlegur og aflmikill bíll með 1,6 lítra bensínvél með túrbínu og 204 hestöfl. Togið í Kia cee´d GT er 265 Nm og hann er aðeins 7,7 sekúndur í hundraðið. Þrátt fyrir mikið afl er vélin sparneytin og umhverfismild. Kia cee‘d GT skartar 18 tommu álfelgum, glerþaki, LCD sportmælaborði, Recaro sætum, fótstigum úr áli, LED ljósum, tvöföldu pústkerfi og sportfjöðrun. Nýr Kia Optima hefur fengið þó nokkra andlitslyftingu. Optima er í boði í þremur útfærslum sem eru allar með 1,7 lítra dísilvélum sem skila 136 hestöflum. Hann verður bæði fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur í EX útfærslu og þá verður hann einnig í boði í Premium útgáfu sem er afar vel búinn bíll. Sá er með Panorama þaki, bakkmyndavél, LED ljósum að framan og aftan, 18 tommu álfelgum, LCD mælaborði og leðursætum, svo eitthvað sé nefnt. Að auki verður öll flóra Kia og Mercedes-Benz bíla til sýnis í sumarsýningunni í Öskju kl. 12-16 á laugardag. Boðið verður upp á reynsluakstur á bílum m.a. hinum nýja CLA og þá verða ýmis tilboð á nýjum bílum í tilefni dagsins.Kia Optima er stór fjölskyldubíll
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent