Apríl var viðburðarríkur eins og aðrir mánuðir þegar kemur að spænsku 1. deildinni í fótbolta en hér á Vísi má nú sjá þau fjögur mörk sem kjörin voru þau flottustu í deildinni í mánuðinum.
Ekkert af toppliðunum þremur koma við sögu en Markel Susaeta, leikmaður Athletic, skoraði eitt af fjórum fallegustu mörkunum. Athletic er fyrir nokkru búið að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni.
Mörkin fjögur má sjá í þessari röð í spilaranum hér að ofan.
1. Kevin Gameiro, Sevilla á móti Espanyol (4-1)
2. Daniel Parejo, Valencia á móti Elche (2-1)
3. Óscar Díaz, Almeria á móti Celta Vigo (2-4)
4. Markel Susaeta, Athletic á móti Sevilla (3-1)
