Körfubolti

Hvernig fer "Ræðan" í leikmenn OKC? - fáum svarið á NBATV í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant á blaðamannafundinum.
Kevin Durant á blaðamannafundinum. Vísir/AP
Kevin Durant leikmaður Oklahoma City Thunder, hélt hjartnæma og eftirminnilega ræðu þegar hann tók á móti verðlaununum sem besti leikmaður NBA-deildarinnar á þessu tímabili.

Ræða Durant fór eins og eldur í sinu um netheima en kappinn fór þarna yfir ferillinn sinn og hvað hann hefur gengið í gegnum til þess að verða besti leikmaður NBA-deildarinnar.  

Durant viðurkenndi meira að segja að hann hafi ætlað sér í fyrstu að verða körfuboltaþjálfari og að hann hafi aldrei séð það fyrir sér að hann ætti eftir að verða kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar.

Oklahoma City Thunder tapaði fyrsta leiknum á heimavelli í einvíginu á móti Los Angeles Clippers og þarf því á stórleik frá Kevin Durant í kvöld til að jafna einvígið áður en liðin flytja sig yfir til Los Angeles.

Kevin Durant þakkað liðsfélögunum sínum í Oklahoma City Thunder liðinu sérstaklega fyrir og það eru margir sem bíða spenntir eftir því að sjá hvaða áhrif svona ræða hefur á liðið fyrir leikinn í nótt. Þeir sem vilja rifja upp ræðuna geta skoðað hana hér fyrir neðan.

Leikur Oklahoma City Thunder og Los Angeles Clippers verður sýndur beint á NBATV og hefst klukkan hálf tvö í nótt.

Vísir/AP




NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×