Körfubolti

Golden State rak Mark Jackson í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Jackson.
Mark Jackson. Vísir/Getty
NBA-körfuboltaliðið Golden State Warriors rak í kvöld þjálfara sinn Mark Jackson en hann hefur verið að gera flotta hluti undanfarin tímabil með eitt allra skemmtilegasta lið deildarinnar.

Þrátt fyrir gott gengi innan vallar hefur ýmislegt gengið á utan hans og yfirmenn Golden State hafa nú tekið ákvörðun um að gefa öðrum tækifæri til að þjálfa liðið. Steve Kerr og Stan Van Gundy hafa verið orðaðir við liðið en fleiri hafa verið einnig nefndir sem mögulegir þjálfarar.  

Golden State Warriors datt út úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar á dögunum eftir tap á móti Los Angeles Clippers í oddaleik. Golden State vann 121 leik og tapaði 109 á þremur tímabilum Mark Jackson með liðið.

Golden State Warriors liðið tók mikinn vaxtakipp á þessum 36 mánuðum undir stjórn Jackson en liðið fór í úrslitakeppnina undanfarin tvö ár og var það í fyrsta sinn síðan 1992 sem liðið komst í úrslitakeppnina tvö tímabil í röð. Hann fékk hinsvegar ekki langtíma samning síðasta sumar og var síðan látinn taka pokann sinn í kvöld.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×