Volkswagen íhugar retro-bílalínu Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2014 09:45 Volkswagen Bulli. Einskonar hliðarmerki stóru bílaframleiðendanna er að verða að tísku nú um mundir, sérstaklega þýsku bílaframleiðendanna. BMW hefur framleitt i-fjölskyldu rafmagnsbíla sinna, Audi virðist ætla að búa til fjölskyldu TT-bíla sinna og Mercedes Benz virðist ætla að halda merki hins áður aflagða Maybach merkis á lofti á efsta og dýrast þrepi S-línu bíla sinna. Og núna virðist Volkswagen ætla að búa til litla fjölskyldu retro-bíla sem fylgja í fótspor endurvakningar Bjöllunnar frægu. Næsta skref Volkswagen þar virðist líklega fólgið í endurvakningu á Rúgbrauðinu með bíl sem fengi nafnið Bulli Microbus, en bílablaðið Autobild greinir frá þessu. Auk þess ætlar Volkswagen að kynna nýja gerð Bjöllunnar með sportlegri og lægri þaklínu og þá væntanlega með öflugum vélum. Kemur þetta kannski ekki á óvart ef mið er tekið af vinsældum Bjöllunar. Ást margra á Rúgbrauðinu er þó líkleg til að tryggja góða sölu á farartæki sem líkist þeim goðsagnarkennda bíl. Afturhvarf til fortíðar Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent
Einskonar hliðarmerki stóru bílaframleiðendanna er að verða að tísku nú um mundir, sérstaklega þýsku bílaframleiðendanna. BMW hefur framleitt i-fjölskyldu rafmagnsbíla sinna, Audi virðist ætla að búa til fjölskyldu TT-bíla sinna og Mercedes Benz virðist ætla að halda merki hins áður aflagða Maybach merkis á lofti á efsta og dýrast þrepi S-línu bíla sinna. Og núna virðist Volkswagen ætla að búa til litla fjölskyldu retro-bíla sem fylgja í fótspor endurvakningar Bjöllunnar frægu. Næsta skref Volkswagen þar virðist líklega fólgið í endurvakningu á Rúgbrauðinu með bíl sem fengi nafnið Bulli Microbus, en bílablaðið Autobild greinir frá þessu. Auk þess ætlar Volkswagen að kynna nýja gerð Bjöllunnar með sportlegri og lægri þaklínu og þá væntanlega með öflugum vélum. Kemur þetta kannski ekki á óvart ef mið er tekið af vinsældum Bjöllunar. Ást margra á Rúgbrauðinu er þó líkleg til að tryggja góða sölu á farartæki sem líkist þeim goðsagnarkennda bíl. Afturhvarf til fortíðar
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent