Fótbolti

Sverrir Ingi bætti fyrir stór mistök í kvöld - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason og Viðar Örn Kjartansson skoruðu báðir í kvöld.
Sverrir Ingi Ingason og Viðar Örn Kjartansson skoruðu báðir í kvöld. Vísir/Daníel
Íslenski miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason stal heldur betur fyrirsögnunum eftir 1-1 jafntefli Viking og Odd í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Sverrir Ingi skoraði jöfnunarmark Viking fjórum mínútum fyrir leikslok en gerði skelfileg mistök þegar Odd-liðið komst í 1-0  á 77. mínútu leiksins.

Það má sjá mistök Sverris Inga með því að skoða þetta myndband hér en mark Odd kemur eftir 2 mínútur og 42 sekúndur. Markvörður Viking var þá búinn að koma sér í vandræði fyrir utan teiginn og gaf á Sverri sem tapaði boltanum til sóknarmanns Odd sem skoraði í tómt markið.

Markið hans Sverris má síðan sjá strax á eftir í myndbandinu en það skoraði Sverrir Ingi með skalla eftir að Jón Daði Böðvarsson skallaði boltann aftur á hann.


Tengdar fréttir

Viðar Örn áfram á skotskónum - sjö mörk í sjö leikjum

Viðar Örn Kjartansson skoraði eitt marka Vålerenga í 3-0 útisigri á Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Viðar Örn hefur þar með skorað sjö mörk í fyrstu sjö deildarleikjum sínum í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×