Fótbolti

Götze óánægður með bekkjarsetuna hjá Bæjurum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mario Götze gæti íhugað að yfirgefa Bayern í sumar.
Mario Götze gæti íhugað að yfirgefa Bayern í sumar. Vísir/Getty
Mario Götze, miðjumaður Þýskalandsmeistara Bayern München, er orðinn langþreyttur á bekkjarsetunni hjá félaginu en hann vill fá fleiri tækifæri í byrjunarliðinu.

Þessi 21 árs gamli miðjumaður, sem gekk í raðir Bayern frá Dortmund síðasta sumar, hefur aðeins komið við sögu í 29 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu þrátt fyrir að standa sig vel þegar hann fær tækifæri.

Götze, sem verður í lykilhlutverki hjá Þýskalandi á HM í sumar, hefur skorað tíu mörk á tímabilinu og fylgjast nú önnur stórlið í Evrópu grannt með gangi mála.

„Auðvitað er ég óánægður með hversu mikið ég er á bekknum. En ég mun halda áfram að leggja hart að mér og berjast fyrir sæti í byrjunarliðinu. Vonandi get ég unnið mér inn traust stjórans aftur og fengið að byrja fleiri leiki,“ segir Mario Götze í viðtali við Bild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×