Mercedes G-Class lifir en breytist Finnur Thorlacius skrifar 5. maí 2014 10:00 G-Class svipar til flutningagáms í útliti, en er frábær bíll til utanvegaaksturs. Jalopnik Tilvist hins kassalaga jeppa G-Class frá Mercedes Benz hefur á undaförnum árum ekki verið trygg og hefðu margir syrgt brotthvarf hans ef svo hefði orðið. Nú er framhaldslíf hans tryggt, en bíllinn mun þó fara í gegnum miklar breytingar á næstunni. Þær breytingar snúa ekki að ytra útliti bílsins, sem meiningin er að halda að mestu óbreyttu. En miklar breytingar verða inni í bílnum, í vélbúnaði hans og efnisvali. Meiningin er að létta bílinn mikið, minnst um 200 kíló og mun hástyrktarstál og ál koma þar mikið við sögu. G-Class, eða Gelanderwagen eins og heimamenn í Þýskalandi þekkja bílinn undir, mun breikka um 10 sentimetra og á það að auka stöðugleika hans. Bíllinn mun að auki fá nýjar sparneytnari og aflmeiri vélar og 9 gíra sjálfskiptingu. Ýmsum rafeindabúnaði verður bætt í bílinn og fær hann sumt af honum lánaðan úr nýja lúxusbílnum S-Class. Allar þessar breytingar á bílnum munu taka nokkurn tíma, en líklega munu líða tvö ár þangað til hann kemur fram á sjónarsviðið með þeim öllum. Þá verður G-Class bíllinn kominn inní 21. öldina þó svo útlit hans sé meira í ætt við síðustu öld, en þess má geta að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1979. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent
Tilvist hins kassalaga jeppa G-Class frá Mercedes Benz hefur á undaförnum árum ekki verið trygg og hefðu margir syrgt brotthvarf hans ef svo hefði orðið. Nú er framhaldslíf hans tryggt, en bíllinn mun þó fara í gegnum miklar breytingar á næstunni. Þær breytingar snúa ekki að ytra útliti bílsins, sem meiningin er að halda að mestu óbreyttu. En miklar breytingar verða inni í bílnum, í vélbúnaði hans og efnisvali. Meiningin er að létta bílinn mikið, minnst um 200 kíló og mun hástyrktarstál og ál koma þar mikið við sögu. G-Class, eða Gelanderwagen eins og heimamenn í Þýskalandi þekkja bílinn undir, mun breikka um 10 sentimetra og á það að auka stöðugleika hans. Bíllinn mun að auki fá nýjar sparneytnari og aflmeiri vélar og 9 gíra sjálfskiptingu. Ýmsum rafeindabúnaði verður bætt í bílinn og fær hann sumt af honum lánaðan úr nýja lúxusbílnum S-Class. Allar þessar breytingar á bílnum munu taka nokkurn tíma, en líklega munu líða tvö ár þangað til hann kemur fram á sjónarsviðið með þeim öllum. Þá verður G-Class bíllinn kominn inní 21. öldina þó svo útlit hans sé meira í ætt við síðustu öld, en þess má geta að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1979.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent