Handbolti

Aron og félagar í lokaúrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Kristjánsson er kominn með Kolding í úrslitaleikinn um danska meistaratitilinn í handbolta.
Aron Kristjánsson er kominn með Kolding í úrslitaleikinn um danska meistaratitilinn í handbolta. Vísir/Getty
Kolding, undir stjórn landsliðsþjálfarans AronsKristjánssonar, komst í dag í úrslitaleikinn um danska meistaratitilinn í handbolta eftir eins marks sigur, 24-23, á Team Tvis Holstebro í seinni leik liðanna í undanúrslitunum.

Kolding vann fyrri leikinn einnig 25-23 og einvígið samanlagt 49-46.

Í lokaúrslitunum mætir liðið annað hvort Álaborg eða Skjern, en liðin leika seinni leik sinn í undanúrslitunum á morgun.


Tengdar fréttir

Lærisveinar Arons sóttu sigur til Holstebro

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í KIF Kolding unnu nauman sigur, 23-25, á Team Tvis Holstebro í fyrri leik liðanna í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×