Fótbolti

Fyrsta tapið hjá Elmari og félögum síðan í mars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theódór Elmar Bjarnason.
Theódór Elmar Bjarnason. Vísir/Getty
Theódór Elmar Bjarnason og félagar í Randers töpuðu í kvöld 0-1 á heimavelli á móti Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Randers-liðið átti möguleika á því að komast upp fyrir Nordsjælland með sigri og hoppa alla leið úr sjöunda sæti og upp í fimmta sæti deildarinnar.

Uffe Manich Bech skoraði sigurmark Nordsjælland á 63. mínútu leiksins. Randers var meira með boltann og átti mun fleiri skot að marki en varð að sætta sig við tap á heimavelli.

Theódór Elmar Bjarnason spilaði allar 90 mínúturnar á miðju Randers en þetta var fyrsta tap liðsins síðan 30. mars síðasliðinn. Síðan þá var liðið búið að vinna þrjá leiki og gera tvisvar jafntefli í fimm deildarleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×